6.9.2011 | 08:50
Mikill maður hann Jón!
Já, það er munur fyrir okkur landsmenn að eiga snilling eins og Jón Daníelsson (reyndar er annar lítið síðri að verki í New York, nafni hans Steinsson). Jón veit auðvitað miklu betur en Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.
Hér er reyndar á ferð hin hugljúfa nýfrjálshyggja sem neitar að viðurkenna hrun sinna eigin kenninga - og lætur sem ekkert sé.
Það að "fjárfesting" sé t.d. nauðsynleg forsenda efnahagsframfara og atvinnusköounar er auðvitað gömul lumma sem hefur sýnt sig vera stórlegar ýkjur. Fjárfesting útlendinga hafa hingað til skapað óðaþennslu hér á landi og skilið lítið eftir sig - gróðinn farið úr landi og atvinnusköpun lítil (og alltof kostnaðarsöm). Þá hefur innlend fjárfesting verið fjármögnuð að langmestu leyti með lánum - og olli jú Hruninu hér á landi.
Nei, menn verða einfaldlega að viðurkenna þá staðreynd að núverandi stjórnvöld hafa staðið sig vel í stjórnun efnahagsmála hér á landi eftir Hrun - og ekki síst fjármálaráðherrann.
Ekkert sérstakt við íslensku leiðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 236
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 206
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag Torfi Kristján!
Hvað myndir þú telja vera nauðsynlega forsendu fyrir efnahagsframförum og atvinnusköpun? Ertu með allar upplýsingar er varðar t.d álverið í Straumsvík, hefur það ekki skilað uppbyggingu og atvinnu í landinu? Fleiri dæmi eru til þó ég geti tekið undir það að íslenskar fjárfestingar hafi verið fjármagnaðar að mestu með lánum, og ekki gott mál.
Það var samt ekki það sem olli hruninu, heldur framferði þeirra sem stjórnuðu bankakerfinu, mundir þú t.d telja að skynsamlegt hafi verið að kaupa eitt stykki fótboltalið út í Englandi og haga sér verr en olíufurstar, við erum bara rúm þrjúhundruð þúsund manna þjóð og verðum að hafa það í huga í öllum framkvæmdum og efnahagslegum athöfnum okkar.
Hvað fjármálaráðherrann varðar þá er engin vandi að stjórna og laga til í fjármálageiranum ef notaðir eru til þess peningar og afkoma þjóðarinnar, það getur hver venjuleg húsmóðir sagt ráðherranum, fyrir utan það að ráðherra ætti að vita að endalaus skattlagning er og verður ávallt röng hagfræði.
Sandy, 6.9.2011 kl. 10:31
"Erlend fjárfesting, innspýting í hagkerfið, að koma hjólum atvinnulífsins í gang" Þessi orð og orðatengingar hafa fest sig í tungumáli okkar ámóta og að segja: "Guð hjálpi mér" eftir að maður hnerrar.
Í dag má enginn láta skína í það að hann trúi því að einhver geti bjargað sér af sjálfsdáðum. Og þó er orðið fátt um einstaklinga um miðjan aldur sem ekki hafa að baki langskólamenntun, jafnvel háskólapróf.
Flestir kröfuhörðustu frjálshyggjumennirnir krefjast erlandra fjárfestinga og ríkisframkvæmda á víxl, enda eru þeir flestir annað hvort á ríkisjötunni eða lögfræðngar við innheimtustörf.
Ég fæddist sem þegn Danakóngs og hef fylgst með þróun þessa samfélags frá torfristu til tæknigaldra og sé mun á samfélaginu sem því nemur. Á tíma torfristunnar vissu allir að þeir áttu afkomu sína undir eigin getu og útsjónarsemi. Það var eiginlega ekkert það til sem fólk taldi sér ofvaxið að leggja á sig til að ná settu marki, t.d. því marki að komast í skóla og ljúka embættisprófi.
Hvernig er staðan í dag í þessum efnum?
"Við gerum þær kröfur!" Er þetta ekki það eina sem við vitum að heyrast muni frá íslensku æskufólki?
Árni Gunnarsson, 6.9.2011 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.