Jón Sturla og Jón Sig.

Alister Darling lýsir ræðu Jóns Sigurðssonar þá stjórnarformanns FME á þessa leið: "Fulltrúi fjármálaeftirlitsins talaði af mikilli mælsku og einnig í löngu máli, um styrk bankans og hve við værum ósanngjarnir."

Er sá maður ekki enn stjórnarformaður FME?

Síðan segir Darling frá þætti sendinefndarinnar í að reyna að fela hið slæma ástand Landsbankans: "Ég velti því fyrir mér að ef þeir gerðu sér ekki grein fyrir því hve staða Landsbankans væri slæm þá vissu þeir ekki hvað þeir væru að gera. Eða, að þeir vissu það."

Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður ráðherra reyndi hins vegar að leika þennan leik einnig fyrir rannsóknarnefndinni: "Íslenska sendinefndin hefði einmitt gagngert verið komin til London vegna þess hversu alvarlegt málið væri."

Meira að segja Geir Haarde sá falsið í þessu og einnig skúrkurinn Baldur Guðlaugsson:"ég held að ráðuneytisstjóranum í fjármálaráðuneytinu hafi nú þótt menn kannski hafa gengið fulllangt, verið full borginmannlegir í því ... að telja sig geta staðið við allar skuldbindingar og það væri ekki ... mikið til að hafa áhyggjur af.“

Hvar ætli Jón Þór sé staddur í stjórnkerfinu núna?


mbl.is Darling þekkti málið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband