Var hún ekki sjálf forréttindapakk?

Mér skilst að forfeður hennar hafi verið ríkt forréttindafólk sem missti sitt í hinni sósíalistísku byltingu - og að bækur hennar einkennist fyrst og fremst af fortíðarþrá - eftirsjá af hinu ljúfa borgaralega lífi fyrir tíma sósíalismans.

Faðir hennar var meðlimur SS sveita nasista í síðari heimsstyrjöldinni, svo kannski má með velvild segja að andúð hennar á einræðisstjórnum sé síðbúið uppgjör við föðurinn?

Einnig má benda á að val Nóbelsverðlaunanefndarinnar á henni árið 2009 var pólitískt í bland, til þess að minnast 20 ára falls kommúnismans!

Hér er því um háborgaralega kerlu að ræða - sem hafin er til vegs af smáborgaralegri Nóbelsnefnd.

Hún fellur því vel að þeirri bókmenntalegu línu sem er ríkjandi hér á landi - stefnu sem kemur vel fram í því að þiggja stórfé að gjöf (til að fara til Frankfurt með íslenskar bókmenntir) frá fyrirtæki manns sem skuldar mörg hundruð milljóna lán í Spk og setti þann sparisjóð á hausinn með hjálp fleiri góðra manna.


mbl.is „Einræðisherrar kljúfa sérhverja þjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband