Tek undir með Veigari

Eins og ég hef nefnt áður þá fóru landsliðsmenn Norðmanna einnig út á lífið eftir leikinn við Ísland og komu margir ekki heim á hótel fyrr en kl. 4 um nóttina.

Ekkert var gert við þá en Veigar rekinn af hótelinu þótt hann væri kominn þangað vel fyrir klukkan tólf (á undan þjálfaranum!).

Skandallinn í kringum þennan þjálfara er alltaf að aukast. Búast má við að hann þurfi að fara niður í 5. flokk til að finna leikmenn sem vilja gefa kost á sér í landsleikinn gegn Portúgal í næsta mánuði (Ragnar Sigurðsson og Theódór Elmar Bjarnason gefa ekki kost á sér og eflaust miklu fleiri).

Svona til fróðleiks má nefna að Veigar Páll er í 20. sæti leikmanna í norsku deildinni, nú þegar þriðjungur var eftir af mótinu, samkvæmt einkunnargjöf Aftenposten, með 5,35 stig.

Björn Bergmann var svo valinn í úrvalslið norsku deildarinnar  (sem annar af tveim miðherjum,  hann er með 5.42 í meðaleinkunn) og Stefán Logi var í 47. sæti með 5,10 stig. Aðrir Íslendingar komust ekki á top 50 listann:

http://fotball.aftenposten.no/stat/index.jsp?stats=center&type=seasontable&seasonId=7750&groupId=all#/stat/index.jsp?stats=center&type=spillerbors&seasonId=7750&service=stat_only


mbl.is Veigar: Rauðvínsglas og tveir bjórar breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Finnbogason

Hatur þitt á Ólafi gengur útfyrir allan þjófabálk. Ef það var áfengisbann þá mega leikmenn ekki snerta áfengi. Einfalt mál. Það eru allir sammála um að hans tími sem þjálfari sé liðinn en þráttfyrir það eru agabrot agabrot.

Leifur Finnbogason, 9.9.2011 kl. 00:36

2 identicon

Ef menn geta ekki farið eftir reglum liðsins þá hafa þeir ekkert að gera þarna.  Þó svo að allir séu sammála því að Óli hafi staðið sig illa sem þjálfari og það sé hið besta mál að hann fái ekki nýjan samning þá setti hann reglur sem Veigar braut og þar með gróf hann sína eigin gröf.  Það skiptir engu máli hvort hann hafi drukkið 1 ltr af bjór og glas af rauðvíni eða 10 ltr af bjór.  Hann er komin yfir þrítugt maðurinn og hann verður bara að geta tekið ábygð á sjálfum sér.

Þó svo að hann hafi verið góður í norsku deildinni undanfarin ár þá held ég að agavandamál séu ástæðan fyrir því að hann hefur ekki fengið fleiri landsleiki og sennilega er þetta ástæðan fyrir því að maður með svo mikla hæfileika og hann hafi ekki komist á hærra level en norska deildin er.  Frá því að ég sá hann fyrst spila þá hefur hann litið út fyrir að vera of þungur og ég man ekki eftir honum öðruvísi en með smá belg utan á sér.  Hann virðist bara vera of góður við sig.

Það er engin skandall í kringum þetta mál eins og þú villt meina.  Veigar skeit á sig og gat ekki farið eftir reglum liðsins eins og aðrið leikmenn og Ólafur gerði hárrétt með því að henda honum út úr hópnum. 

Lalli (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 06:48

3 identicon

Hatur? Ég þekki Ólaf ekki neitt en framkoma hans er þannig að mér blöskrar. Lýsing Veigars á því hvernig hann kom fram við sig er dæmigerð fyrir þetta: "Hvern fjandann ertu með?"

Í landsleiknum gegn Kypur húkti Óli á hliðarlínunni og kallið þetta háðslega til eins leikmannsins sem hreyfði sig ekki mikið: "Ertu þreyttur?"

Þá hefur hann hæðst að blaðamönnum og kallað þá illum nöfnum.

Maðurinn kann greinilega ekkert í mannlegum samskiptum og notar gömul og löngu úreld stjórnunarviðbrögð.

Ef hann væri kennari þá hefði hann fyrir löngu fengið reisupassann. Í fótboltanum hér á landi virðist hins vegar fasisminn enn vera ríkjandi í allri stjórnum (refsigleðin).

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 07:54

4 Smámynd: Leifur Finnbogason

Það er ekki hægt að reka kennara fyrir að vera leiðinlegir. Því miður, reyndar, en það er ekki hægt. Og þegar ég segi "leiðinlegir" þá meina ég "mean-spirited".

Alveg sama hvað þér finnst um Ólaf þá braut Veigar reglur og Ólafur var því í fullum rétti. Sorrí.

Leifur Finnbogason, 9.9.2011 kl. 10:13

5 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Veigar hefur beðist afsökunnar, en þú??

Þorsteinn Þormóðsson, 9.9.2011 kl. 14:04

6 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hvern ertu að tala við Þorsteinn, mig, Leif eða kannski Óla þjálfara? Varla við mig því ekki kem ég nálægt landsliðinu og ekki var ég fullur á laugardagskvöldið!

Mér finnst hins vegar landsliðsþjálfarinn ekki eiga að vera minni maður en Veigar og að hann eigi biðjast afsökunar á framkomu sinni við Veigar - og sættast við hann.

Þá ætti hann að biðja leikmenn eins og Ragnar Sigurðsson og Elmar Bjarnason afsökunar fyrir að kalla þá í landsleiki til þess eins að láta þá sitja á bekknum og skammast í þeim.

Þá er kannski möguleiki á að hann nái að manna landsliðið í leiknum gegn Portúgal og tapi honum ekki með tveggja stafa tölu.

Torfi Kristján Stefánsson, 9.9.2011 kl. 16:11

7 Smámynd: Leifur Finnbogason

Þú ert óskynsamasti maður sem ég hef lengi séð. Ekkert breytir því, svo njóttu þinna skoðana.

Leifur Finnbogason, 9.9.2011 kl. 16:50

8 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Höfum við einhvern tímann sést, Leifur "minn"?

Torfi Kristján Stefánsson, 9.9.2011 kl. 20:24

9 Smámynd: Leifur Finnbogason

Með nýrri öld koma ný hugtök. Ég get sagt sem svo að ég hafi séð þína "persónu" á netinu, sem og þú hefur séð mína. Svo er annað mál að það stutt kynni gefa yfirleitt alranga mynd af einstaklingnum sjálfum - svo ætli það hefði ekki verið betra hjá mér að segja að ég sé krónískt ósammála þér, án þess að leggjast í að kalla þig óskynsaman þessvegna - enda gæti ég verið krónískt ósammála þér vegna þess að ég hef alltaf rangt fyrir mér en þú rétt.

Leifur Finnbogason, 9.9.2011 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 459996

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband