10.9.2011 | 09:11
Ísraelar einangrast enn á alþjóðavettvangi
Nú undanfarið hafa Ísraelsmenn einangrast æ meira á alþjóðavettvangi. Meira að segja vinveitt stjórnvöld í hinum múslimska heimi, eins og í Tyrklandi og nú í Egyptalandi, hafa snúist gegn Ísraelum.
Ástæðan er auðvitað skefjalaust ofbeldi þeirra gegn Palestínumönnum, einkum á Gasaströndinni, og einnig gagnvart þeim sem hafa reynt að styðja Gazabúa í þjáningum þeirra og einangrun.
Nú er svo komið að einungis Bandaríkjamenn styðja Ísraela - og hóta að beita neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna við tillögu um að SÞ viðurkenni sjálfstætt ríki Palestínumanna.
Slíkt framferði USA er auðvitað þvert gegn þjóðarétt, enda hafa nær allar þjóðir heims lýst yfir stuðningi við sjálfstæði Palestínu. Vandamálið er einfaldlega það að Bandaríkjamenn og hörðustu leppar þeirra, svo sem Frakkar!, eru yfir alþjóðalög hafnir og haga sér eins og þeim sýnist í samfélagi þjóðanna.
Meira að segja fífl eins og Berlusconi viðurkennir óréttmæli árása NATÓ á Libýu - og það þrátt fyrir að Ítalir hafi tekið virkan þátt í þeim aðgerðum.
Óeirðir í Kaíró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er harla hlálegt -- og sennilega einstætt í allri sögunni -- að tala um Frakka sem "hörðustu leppa" Bandaríkjamanna! Ætli þeir viti af þessu í Berlín og Brussel?
Jón Valur Jensson, 10.9.2011 kl. 13:19
Sæll Torfi Kristján - og aðrir gestir, þínir !
Torfi Kristján !
Margt til í því; sem þú segir hér. Ísraelsmenn; líkt og Persar (Íranir) eru einhverjar framsæknustu þjóðir Vestur- Asíu, en bölvuð eingyðishyggjan (trúin; á hinn ósýnilega Guð), er þeim hvorutveggju. til mestu bölvunar, sem kunnugt er.
Sjáum breytinguna sem varð; í Tyrklandi, þá Kemal Ataturk - og Gráúlfar hans steyptu þeim frændum; Mehmed VI. Soldáni, og Abdul- Medschid II. Kalífa, og komu á veraldlegu stjórnarfari Torfi, til dæmis, um þá möguleika sem þeir Gyðingar og Íranir gætu eftir fylgt, létu þeir Jehóva og Allih undan síga, í hugskotum þessarra ágætu þjóða, austur þar.
Torfi Kristján !
Ráðlegg þér; að elta ekki ólar, við úr sér gengna óra Jóns Vals Jenssonar, sem er einn tréhausinn enn, í trúarefnunum - og fylgir ræksninu Benedikt nokkrum XVI. í Vatikaninu; Gulli- og prjál skrýddum skratta að málum, sem kunnugt er; pjakki, sem er ekki í neinum tengslum, við þann veruleika, sem fyrsti Páfinn; Pétur postuli bjó við, á sinni tíð.
Pétur; skreytti sig ekkert, með pelli og purpura, sem allt of margir eftir manna hans hafa iðkað, eins og þú veist, Torfi.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 13:53
Óskar Helgi, þú myndir sjálfur klæða þig upp á, ef þú tryðir á og tignaðir einn sannan Guð og þyrftir að nálgast hann í nafni safnaðar þíns. Og sjaldan er páfinn gulli hlaðinn.
Að segja eingyðistrúna hafa verið Gyðingum til bölvunar merkir trúlega í þínum huga, að þeir hefðu fremur átt að stunda þau frumstæðari trúarbrögð sem tíðkuðust í Kanaanslandi, með mannfórnum, jafnvel barnafórnum, og kynsvalli með kvenprestum.
Ég held þú eigir margt ólært enn í trúarbragðasögu. Og eins og ágætur maður sagði annars staðar: Það kostar ekkert að vera kurteis.
Ef þú værir 100% viss í þinni sök (og það ertu ekki, sama hversu feita leturgerð þú velur)), væri auðveldara að skilja þessar rokur þínar á almannavettvangi gegn eingyðistrú, þ.m.t. kristinni trú.
PS. Hvað ætli foreldrar þínir og ættmenni segðu um þessi skrif þín um trú á einn Guð?
Jón Valur Jensson, 10.9.2011 kl. 14:29
Sælir; á ný !
Jón Valur !
Reyndu ekki; að malda í móinn, einn ganginn enn.
Og; í öðru lagi, hefir mér víst áskotnazt sjálfstæð hugsun, í öndverðu - merkilegt nokkuð.
Fólk almennt; er orðið löngu þreytt, á yfirgengilegu stagli þínu, gegnum tíðina, og sjálfbirgingshætti, og þú ert einn þeirra skrautfugla, sem þola alls ekki, að á móti þeim sé staðið, að nokkru leyti.
Veit; að þig tekur sárt - að geta ekki skipað mér, sem mörgum annarra fyrir verkum, í að samsinna öllu mögulega, sem frá þínu lyklaborði kemur, forn vinur fyrrverandi.
Endilega; haltu áfram, grátkórnum með Ögmundi og Birni (Bjarnasyni), gegn Kína - og sjálfsögðum tengslum Íslendinga, við Kínverja - sem marga aðra.
Vona; að Obama og Teboðs hreyfingar kerlingarnar, hafi ekki sett þig alveg, út af laginu, í sínum áróðri, öllum.
Með; ekki lakari kveðjum - en öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 14:48
Læt þig um stóryrðin, Óskar. Ég hef komið að mínum athugasemdum. Þær nægja, og þær standa, en sjálfur svararðu hvorki spurningu minni, rökum né ábendingum.
Jón Valur Jensson, 10.9.2011 kl. 16:22
Ég myndi nú ekki kalla Frakka það fyrr en núna upp á síðkastið. Kannski er Sharcozy að þakka Kananum fyrir gildruna sem þeir "veiddu" Kahn Strauss í. Þar kom hægri stjórnin í Frakklandi vildarkellu sinni fyrir í einhverri valdamestu stöðu í heimi og losuðu sig jafnframt við hættulegan keppinaut í forsetakosningunum að ári.
Þetta launaði Juppe, utanríkisráðherra Frakka, m.a. með því vara Palestínumenn við að stofna frjálst og sjálfstætt ríki.
Auk þess hafa Frakkar ekki gert það endasleppt síðustu misserin. Fyrst bein þátttaka í borgarastyrjöldinni á Fílabeinsströndinni (þar sem mannréttindabrot sigurvegaranna fara lágt hér vestra, sem og mannsal friðargæsluliðs SÞ á stúlkum undir lögaldri) og nú síðast loftárásirnar á Libýu.
Eftir að hafa setið hjá og gagnrýnt innrásina í Írak hafa Frakkar gert sitt og gott betur til að blíðka Kanann - og tekist vel upp að því er mér virðist.
Torfi Kristján Stefánsson, 10.9.2011 kl. 16:24
Ekki hefurðu komið með ein einustu rök fyrir því, af hverju Frakkar ættu að vera að "blíðka Kanann", hvað þá að þeir séu LEPPAR Bandaríkjamanna "núna upp á síðkastið". Þú kemur með eina tilgátu ("Kannski er Sharcozy að þakka Kananum ..." - heitir reyndar Sarkozy), en ekki verða menn sannaðir LEPPAR með slíkri tilgátu, og hafi Sarkozy komizt í einhverja þakkarskuld (við hvern? - lögreglu eða saksóknara vestra?), gerir það ekki þjóð hans að LEPPUM Bandaríkjamanna. Og hver er heimild þín fyrir því, að utanríkisráðherra Frakka hafi varað Palestínumenn við að stofna frjálst og sjálfstætt ríki af þeirri ástæðu, að hann hafi verið að launa einhverjum Strauss-Kahn-greiðann? Og aftur má spyrja: Launa hverjum? Lögreglunni þar vestra, saksóknaranum eða Obama?
Allt er þetta því í langsóttasta lagi hjá þér, en hefði kannski sannfært einhvern, ef þú hefðir undirbyggt það betur með rökum og staðreyndum.
Jón Valur Jensson, 10.9.2011 kl. 17:11
Ekki er ég sáttur við þig að þessu sinni, Óskar Helgi. Fæ ekki séð að þú talir fyrir munn almenns fólks. Betur væri ef þú fylgdir ráði Jóns Vals um að beita fyrir þig skynsamlegu tali. Hins vegar tek ég að nokkru undir viðhorf þitt hvað varðar prjál kaþólskrar kirkju - skil reyndar ekki Jón Val að aðhyllast þessa skreytitrú - sumir kristnir menn hafa bent á að heilagur andi sé löngu hættur að heimsækja skrauthallir kaþólskunnar.
Annars held ég að Torfi, og margir fleiri, ættu að spara fullyrðingar sínar um þjáningar Palestínumanna í boði Ísraelsmanna. Held að þar blási menn í gegnum pólitískan lúður sem kann ekki nema eitt hljóm.
Ólafur Als, 10.9.2011 kl. 17:24
... einn hljóm ... átti þetta nú að vera
Ólafur Als, 10.9.2011 kl. 17:25
Ólafur minn (heill og sæll, kunningi!), ég held þú vitir lítið um ferðir Heilags Anda. Þetta leiðir hugann að orðum Jesú um hann, en ég held að þetta sé ekki vettvangur til athugasemda með slíku inntaki.
Jón Valur Jensson, 10.9.2011 kl. 17:40
Komið þið sælir; að nýju !
Jón Valur !
Rök; ábendingar, eru ekki mín deild, þegar ég nenni ekki, að svara fólki, sem útilokar allan þann fjölda Guða - og Gyðja; sem Anda; hver okkur umlykja, ágæti drengur - í þessarri veröld, sem öðrum.
Stóryrðin; hafa oftlega verið minn förunautur, þó svo gengnir foreldrar mínir, sem systkini öll, hafi reynt af öllum mætti, að hemja mig, í beztu meiningu, svo sem - og frændgarður, annar.
Þakka þér; að öðru leyti, fyrir kurteislega orðræðu, af þinni hálfu.
Ólafur Als !
Allt; orkar tvímælis, sem sagt er - og gjört; ágæti drengur, svo fullkominn er ég ekki, að skrifa mínar meiningar, svo öllum líki, svo sem.
Með; fjarri því, lakari kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 19:30
Þakka þér, Óskar minn Helgi.
Með sama áframhaldi verðurðu Óskar minn helgi.
Jón Valur Jensson, 11.9.2011 kl. 10:04
Sæll kæri Jón - eins og sést af færslunni minni, þá er ég að vitna í aðra; einstaklinga, sem reyndar telja sig sannkristna.
Ólafur Als, 11.9.2011 kl. 22:54
Já, ég skil, kæri Ólafur.
Jón Valur Jensson, 12.9.2011 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.