Hver er glæpurinn?

Agnes Bragadóttir gerir það ekki endasleppt og ber nú lygar upp á ráðherra. Pólitískur fréttaflutningur Moggans, eftir að Davíð Oddsson settist í ritstjórastólinn, hefur breyst yfir í skætings- og rógsskrif sem hljóta að varða við lög.

Agnes heldur því fram að Steingrímur Sigfússon ljúgi því að aðeins hafi verið haldinn einn fundur með Magma. Hvergi kemur þó fram í féttinni að um fleiri en einn fund hafi verið að ræða.

Þá býsnast hún mjög yfir því að fjármálaráðuneytið skuli hafa kvatt Magma til þess að höfða til stærri hóps - og umhverfisvænni - en aðeins eisn aðila (Norðuráls).

Áður hafði hún fullyrt að ráðherrann hafi alfarið lagst gegn álversframkvæmdum í Helguvík, en virðist nú hafa guggnað á þeirri fullyrðingu.

Þessi fréttaflutningur er allur með eindæmum. Svo virðist sem blaðamaðurinn hafi ekkert við það að athuga að orkuseljandi hafi einungis hámarksgróða að leiðarljósi - að umhverfissjónarmið skipti engu máli, osfrv.

Ég vil minna á ummæli Chomsky í þessu sambandi, í Silfri Egils í gær, um að loftlagsmálin séu önnur helsta ógn sem steðjar að mannkyni. Hin er óheft framferði fjármálafyrirtæka sem hafa gróðann og græðgina eina að leiðarljósi.

Mogginn virðist láta þetta tvennt sér í léttu rúmi liggja - og ganga sporléttur erinda fjárglæframannanna.


mbl.is Ráðherra uppvís að ósannindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ég þekki ekki þetta mál en ég sé ekki betur en blaðamaðurinn sé að vinna vinnuna sína.

Ég man ekki eftir að ráðherra tilkynni fyrirtæki hverja það megi eða eigi að hafa viðskipti við.

Ég hef aldrei vitað að fyrirtæki eigi ekki að hugsa um arð í viðskiptum.

Ál er léttur og góður málmur sem gerir t.d. að bílar verða léttari og þar með umkverfisvænni.

Álvinnsla á Íslandi er umkverfislega hagkvæmari en á flestum öðrum stöðum.

Afskipti ráðherra(ef rétt er) valda því að margir eru atvinnulausir í dag sem annars hefðu vinnu.

Hafi hann skömm fyrir.

Snorri Hansson, 12.9.2011 kl. 17:26

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Það koma hvergi fram í fréttinni sannanir fyrir því að ráðherrann hafi "tilkynnt fyrirtæki" við hverja það megi hafa samskipti og hverja ekki - og ekki heldur að fyrirtæki megi ekki hugsa um arð!

Það eru einungis dylgjur blaðamannsins - sem auðtrú fólk eins og þú gleypir hrátt.

Álvinnsla á Íslandi mengar alveg jafn mikið og annars staðar - og veldur að auki ómældum náttúruspjöllum á landinu.

Torfi Kristján Stefánsson, 12.9.2011 kl. 18:41

3 Smámynd: Snorri Hansson

Torfi. Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið ( fyrir utan eitt ár í Alþýðuflokknum ) en ég hef fylgst með stjórnmálum í marga áratugi. Yfirleitt hef ég stutt ríkisstjórnir í erfiðum málum.

Ríkistjórn Jóhönnu og Steingríms er sú langversta sem við höfum kosið yfir okkur frá upphafi.

Ef hún (ríkisstjórnin) hefði verið uppi á dögum landhelgismála þá væru nú breskir þýskir og belgískir togarar að veiða uppí fjöruborði af einhverjum úthugsuðum sanngirnisástæðum. Ég get haldið lengi áfram því af nógu er að taka en læt hér staðar numið.

Snorri Hansson, 14.9.2011 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband