12.9.2011 | 12:57
Frakkar og kjarnorkan
Frönsk pólitík hefur verið í brennidepli undanfarið vegna ýmissa uppákoma.
Alræmd er þátttaka franska flughersins í borgarastyrjöldunum á Fílabeinsströndinni og í Libýu, auk yfirlýsingar franska utanríkisráðherrans um málefni Palestínu (þar sem hann varar þá við að lýsa yfir sjálfstæði!).
Nú síðast í gær var upplýst um mútuþægni franskra ráðamanna, þar á meðal núverandi forsætisráðherra, auk þess sem nokkur umræða hefur spunnist um þátt Frakka í þjóðarmorðinu í Rúganda á sínum tíma (vegna yfirstandandi heimsóknar forseta landsins til Frakklands).
Nýjasti skandallinn er þessi um kjarnorkuslysið. Kjarnorkuverið er staðsett í einu helsta landbúnaðarhéraði landsins og því um að gera að gera sem minnst úr því.
Vegna kjarnorkuslysins í Japan hafa verið farnar fjölmennar mótmælagöngur í Evrópu upp á síðkastið gegn kjarnorkuverum, ekki minnst í Frakklandi.
Þrátt fyrir það þá lagði stjórn Sarcozys fram tillögur um að fjárfesta í greininni upp á milljarð evra.
Á sama tíma var þjóðaratkvæðagreiðsla á Ítalíu þar sem 92% kjósenda lagðist eindregið gegn byggingu fleiri vera - og í Þýskalandi lofaði ríkisstjórn því að öll kjarnorkuver landsins yrðu hætt starfsemi árið 2022.
Ég vil minna á orð Chomskys í þessu sambandi, um að lýðræðið væri aðeins orðin tóm í hinum svokölluðu "lýðræðislöndum". Fjármálastofnanir réðu öllu sem þær vildu og stjórnmálamenn væru aðeins strengjabrúður í höndum stórfyrirtækjanna.
Þetta á einkum við um þau lönd sem hæst hjala um mikilvægi lýðræðisins - og ráðast á aðrar þjóðir undir yfirskyni lýðræðisins.
Vara við geislavirkni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.