Ótrúlegt ryk í lofti

Það er merkilegt hvað heyrist lítið í fjölmiðlum um þá mengun sem hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu í gær og í dag (og sum staðar einnig í fyrradag). Þetta hlýtur að vera heilsuspillandi, og að auki skemmir þetta eflaust tæki og bíla, enda þykkt lag af ösku/og eða mold á öllum bílum á svæðinu.

Í gær heyrðist samt ekkert frá þeim aðilum sem ættu að hafa þetta á sinni könnu, svo sem Heilbrigðiseftirlitinu og Veðurstofunni.

Þá var kannski kominn tími til að huga að einhverjum aðgerðum til að hindra þetta moldrok frá Langjökulssvæðinu. Unnendur lúpínunnar ættu að sjá hag sinn í því að sá henni á svæðið - og svo blessaðir skógfræðingarnir sem helst vilja leggja landið undir sig.

En hæðnislaust þá þarf að gera eitthvað í málinu varðandi þetta ösku- og moldrok yfir landinu - og það fyrr en seinna.


mbl.is Öskufok og svifryk á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455605

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband