Árinni kennir illur ræðari

Hrundrottningin kennir krónunni um kollsteypuna í íslensku efnahagslífi, enda það auðveldara en að stunda sjálfskoðun og finna orsökina hjá sér (græðgi fjölskyldunnar) og hjá flokknum (nýfrjálshyggjunni).

Auk þess verður eflaust erfitt fyrir hana og vini hennar Evrópusambandssinnanna, að finna nýjan gjaldmiðil þar sem evrusamstarfið er komið að því að hrynja og krónan styrkist sífellt miðað við evruna!

Í kvöld verður sýnd í sjónvarpinu (22.20) forvitnileg heimildarmynd um nýfrjálshyggjuna og hvernig hún hefur leikið þjóðfélög heimsins undanfarna áratugi.

Þar er leikurinn sá að finna ávallt nýjar og nýjar grílur til að breiða yfir eyðileggjandi áhrif frjálshyggjunnar.  Í tilviki Þorgerðar er krónan þessi gríla.


mbl.is Ekki hægt að bjóða upp á krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Augljóslega verður ekki byggt upp alvöru viðskiptalíf á Íslandi á bak við gjaldeyrishömlur. Það verður og er engin fjárfesting í viðskiptalífinu. Aflandsgengi íslensku krónunnar er um 250-260 íkr per € meðan hafagengið er um 165 íkr per €.

Veruleikafyrrtur ríkisrekstur þar sem skatttekjur duga ekki fyrir útgjöldum og menn lána fyrir vöxtum erlendra lána og hallanum enda er verið að keyra með velferðarkerfi sem er ofviða efnahaglegri stærð hagkerfisins sem mun í raun verða blóðrauður niðurskurður á ríkisútgjöldum og stóraukið atvinnuleysi enda er ekki hægt að halda uppi hagkerfinu úr gjaldþrota ríkissjóði. Menn stefna í fjárlög fyrir 2012 með 40-50 miljarða halla og síðan bætist um 90miljarðar í vaxtagreiðslur lána. Skatttekjurnar á síðasta ári voru um 410 miljarðar og síðan þarf að borga af lánum sem nema yfir 1850 miljarðar. Augljóslega þýðir þetta um 25% niðurskurð á ríkisútgjöldum með óbreyttum sköttum og meira með skattalækkunum.

Gunnr (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 13:21

2 identicon

Ef við náum eðlilegu ástandi með því að ná okkur upp úr gjaldeyrishöftum mun það þýða mun hærra vaxtastig en í kringum okkur enda er áhættan að hafa fé í íslenska hagkerfinu gríðarleg og það mun í raun kosta okkur dýrt í litlu trausti. Frjáls fjármagnsflutningar munu í raun þýða að fé færist úr íslenska hagkerfinu.

Hið agnarlitla krónuhagkerfi mun vera háð stramri hagstjórn. Hallalaus ríkisfjálög og háir vextir munu einkenna það.

Gunnr (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 13:31

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ætli það þýði ekki allt eins skattahækkanir sem því nemur - og svo vonandi mengunarskatt á álfyrirtækin.

Bankarnir græða á tá og fingri sem og Lífeyrissjóðirnir - og braska með féð rétt eins og fyrir Hrun. 

Taka verður af þeim lán- og braskféð svo þeir eyðileggi ekki eins mikið núna eins og þeir gerðu fyrir kreppuna miklu.

Evra eða króna skiptir engu - auk þess sem við getum aldrei uppfyllt þau skilyrði sem fylgja því að taka upp evruna.

Torfi Kristján Stefánsson, 14.9.2011 kl. 14:21

4 identicon

Torfi

http://gallery.datamarket.com/fjarlagafrumvarp_2011/?lidur=&sbr=on

Það er hægt að fara yfir þetta og skera 120 miljarða og síðan 20-30 miljarða til fyrir skattahækkunum enda eru fáir sem trúa einhverjum gríðarlegum hagvexti.

 Svokallaði hagnaður bankanna er náttúrlega algjört bull.  Vanfjármagnað fjármálakerfi landsins byggist á ofmetnu húsnæði og ofmetnum fyrirtækjum og allt þetta getur rúllað eins og dómínóspil enda hefur þeim á undraverðan hátt tekist að halda þessu uppi.  Hefur þú annars séð hvaðan hagnaður bankanna kemur, þessi svokallaði hagnaður er í raun það að tap er ekki fært til bókar enda eru þessir bankar vita verðlausir og eru með einkuninna D (Default) og ekki alþjóðlega viðurkenndir enda eru bankaábyrgðir þessara svokölluðu banka ekki pappírsins virði.  Þetta eru í rau lítið annað en innheimtustofnanir skulda.

Gunnr (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 19:14

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við þurfum nýjan gjaldmiðil!

Evran er rúmlega miðaldra meðal við meðalævilíkur gervigjaldmiðils.

Sem sagt gamall gjaldmiðill og strax byrjaður að hrörna.

En það er ekki nóg að fá nýjan gjaldmiðill, hann þarf líka að vera öðruvísi.

Evran er alls ekkert öðruvísi, en hinir, bara stærri og frekari.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2011 kl. 02:17

6 identicon

Guðmundur, óháð vandamálum Grikkja og Portúgala sem eru ekki nein afleiðing Evrunar og raunar er Grikkland hálfgert núll á evrusvæðunu.

Þau og fleirri dæmi þýða það að léleg hagstjórn þolir ekki sterkan gjalmiðil. Þjóðverjar, Austurríkismenn, Hollendingar, Frakkar ofl. hafa komið vel undan vetri. Það er verið að grafa undan bandaríska dollaranum með gengdarlausri seðlaprenntun og kanadadollar eða Norsk eða sænsk króna er ekkert í boði.

Óháð hvaða gjaldmiðill hér verði, og hér er ekki úr miklu að velja enda getum við ekki af sjálfsdáðum komið okkur úr króninni einhliða. Við þurfum baktryggingu seðlabanka þar er einungis einn gjalgmiðill í boði Evra og þá aðild að evrópubandalaginu með kostum og göllum þess og augljóslega er að mínu viti skynsamlegt að komast að því hvað við fáum eða fáum ekki í samningum.

Óháð því þurfum við að berjast á krónunni og það þarf að sýna járnaga við að ná niður fjárlagahallanum en þar nægja skattar ekki fyrir útgjöldum og lánað er fyrir vöxtunum.

Áframhald íslenska hagkerfisins a krónunni og þar er afgerandi að losna við gjaldeyrishöftin mun í raun þýða hátt vaxtastig, langtum hærra en í nágrannalöndum okkar enda er áhættan að hafa fé inn í íslenska hagkerfinu minni og því þarf ávöxtunin að vera hærra. Annars flæðir fjármagn og fólk úr landi og hér bíður ekkert annað en stöðnun og fátækt.

Gunnr (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 23
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 378
  • Frá upphafi: 459302

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 334
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband