Einkavæðing gangi of hægt!

Já, við eru greinilega heppnir Íslendingar að vera að mestu laus við AGS, áður en harðlínukellingin franska tók við af Strauss-Kahn.

Hún, og AGS, hefur greinilega snarbeygt um kúrs gagnvart þjóðum í skuldavanda. Að vísu vorum við búin að einkavæða næstum allt sem hægt var að einkavæða, en þó fengum við ekki frekari kröfur um einkavæðingu meðan við vorum í gjörgæslu sjóðsins. Grikkir eru ekki eins heppnir.

Annars er þessi krafa um einkavæðingu furðuleg í ljósi þess að einkavæðingarferli síðustu 30 ára er helsta orsök kreppunnar - og aukin ríkisafskipti af efnahags- og fjármálalífinu eina leiðin til að vinda ofan af Hruninu.

Þesi einkavæðingastefna sýnir svart á hvítu að nýfrjálshyggjan heldur enn velli - og styrkist frekar en hitt. Því er ekki nema vona að menn spái nýrri kreppu - mun alvarlegri en þeirri sem varð 2008.

Já, kapitalisminn lærir greinilega ekkert af mistökum sínum.

 


mbl.is AGS lætur Grikki fá það óþvegið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Grikkland er á hausnum... þeir geta sjálfum sér um kennt.

AGS er að lána þeim fé með skilirðum.... ef Grikkland hefði ekki fengið hjálp frá AGS þá væri Grikkland gjaldþrota.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.9.2011 kl. 12:25

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ef Grikkland hefði verið með sinn gamla gjaldmiðil þá hefðu þeir getað bjargað sér fyrir horn. Það að hafa tekið upp Evruna fóru þeir illa að ráði sínu...

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 19.9.2011 kl. 13:17

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ísland er líka á hausnum - og getur sjálfum sér um kennt.

Samt grenjum við stanslaust yfir því hvað Bretar (og Hollendingar) eru vondir við okkur - setja á okkur hryðjuverkalög og heimta að við endurgreiðum allt það fé sem Landsbankinn stal af innistæðueigendum ICESAVE reikninganna.

Ættum við því ekki að geta sett okkur í spor Grikkjanna, sem eru jú sömu spor og okkar?

Torfi Kristján Stefánsson, 19.9.2011 kl. 15:59

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ólafur

Þú ert að tala um gengisfall með tilheyrandi lífkjaraskerðingu fyrir almenning??

Sleggjan og Hvellurinn, 19.9.2011 kl. 16:23

5 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Og hver ætli hafi nú haft hag af því að egna þessa gildru fyrir kallgreyið hann DSK? Fyrir utan keppinautinn N.S. var það einmitt banka- og frjálshyggjuliðið. Þeir sem æpa hæst um karlrembusvín og varnarlausar konur gleyma því að sjálfsögðu að N. Diallo laug að öllum sem hún talaði við, saksóknara, kviðdómi, lögreglu og dómara. Þetta stendur í 26 síðna skjali SAKSÓKNARANS, ekki verjanda. Strauss-Kahn hafði breytt stefnu AGS um 180 gráður. Þetta geta menn séð í myndinni Inside Job þar sem talað er við hann fyrir skandalinn. En þegar búið er að sverta mannorð einhvers með þessum hætti skiptir satt eða logið engu lengur. Hitt er svo allt annað mál að hann hefði nú mátt hemja sig aðeins meir )hvað sem honum og þessari Diallo fór nú á milli), hann vissi að andstæðingar vildu ná höggi á honum.

Sæmundur G. Halldórsson , 19.9.2011 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 102
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 351
  • Frá upphafi: 459272

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 311
  • Gestir í dag: 79
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband