Við hverju bjóst Ögmundur?

Ákvörðun hans um daginn að halda sig við hina "góðu hálsa" um Barðaströndina var svo óviturleg - og fljótfærnisleg - að það mátti búast við hörðum mótmælum.

Vinstri grænir geta oft verið alveg ótrúlega seinheppnir í "náttúruvernd" sinni, vernd sem séð er með augum íbúanna í 101. Teigsskógur svokallaður, sem vegurinn átti að liggja í gegnum, hefur ekkert verndargildi í sjálfu sér, hvað þá sú litla ræma af honum sem átti að fara undir veg.

Í staðinn boðar ráðherra að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum verði að búa við sama ófremdarástand í vegamálum í amk 10 ár í viðbót - við veg sem lokast við fyrstu snjóa og opnast ekki aftur fyrr en á vorin!

Já, VG-menn hér fyrir sunnan eru snillingar í að hrekja frá sér fylgið á landsvísu.


mbl.is Gengu af fundi með Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað er svona merkilegt við þessar hríslur þarna????????????

Jóhann Elíasson, 20.9.2011 kl. 14:20

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Reyndar er dómur bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti um þetta mál, svo Ögmundur á í raun úr vöndu að ráða.

Segja má að skipulagsstofnun sé sökudólgurinn í málinu með því að úrskurða gegn vegalagningunni á sinni tíð.

Torfi Kristján Stefánsson, 20.9.2011 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 41
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 290
  • Frá upphafi: 459211

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 266
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband