24.9.2011 | 10:20
Eigum við eftir að sjá svipað aftur?
Hinn grímulausi fasismi síðari heimstyrjaldarinnar byggðist á kreppu fjórða áratugarins. Þjóðirnar hervæddust til að skapa vinnu og "hagvöxt", sem endaði með því að þær freistuðust til að nota vopnin sín.
Þjóðverjar gengur auðvitað á undan. Þeim vantaði jú "Lebensraum", sem hinar þjóðirnar höfðu í nýlendum sínum.
Nú virðist svipað að gerast. Vesturveldin eru að búa sér til nýlendur að nýju: Írak, Afganistan og Libýu, en Þjóðverjarnir njóta ekki hluta af þeirri köku.
Því horfa þeir til Evrópu enn og aftur - til þeirra þjóða sem standa illa fjárhaglega, eins og Grikkja.
Fyrst á að framja "lögmætan" þjófnað, hirða af þeim öll ríkisrekin fyrirtæki, koma verkalýðshreyfingunni á kné svo ekki þurfi að greiða þau laun sem tíðkast - og arðræna landið innan frá.
Ef það tekst ekki nægilega vel er um að gera að hóta þeim með viðskiptaþvingunum, draga úr fullveldi þeirra, gjaldfella skuldir - gera þjóðina gjaldþrota.
Þá er stutt í réttlætinguna á því að fara með her inn í landið vegna þess að innlend stjórnvöld eru vanhæf eða eitthvað í þá áttina.
Er þá stutt í næsta stríð í Evrópu, nú í nafni Evrópusambandsins ...
Og inn í þetta viljum við - og hættuna á að verða blóðmjólkuð nýlenda á ný.
Lán Grikkja til nasista rifjað upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 459967
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 147
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Munurinn á nazistum og kommúnistum var sá, að nasistarnir tóku lán af herteknu löndunum og geiddu fyrir hráefni sem þeir nýttu á þessu tímabili, en kommúnistarnir stálu öllu steini léttara af herteknu löndunum og svívirtu fólkið enn meira en nasistar gerðu. Látið eldri borgara, sem muna þessa tíma t.d. í Eistlandi Lettlandi og Litháen staðfesta þetta, ef þið hafið áhuga á snnleikanum.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.