Mikil þörf?

Athyglisvert er að þegar athvarfið var opnað var talað um mikla þörf fyrir það, en gert er ráð fyrir að 6 konur geti dvalið þar samtímis.

Nú er hins vegar komið í ljós að þetta athvarf var stofnað án þess að nokkuð lægi fyrir um þörfina á því - og að nú fyrst, þ.e. eftir að það var stofnað, fari konur að hafa samband til þess að spyrjast fyrir um starfsemina.

Þetta þætti nú ekki boðleg vinnubrögð annars staðar. 

Hér er greinilega verið að sækja pening í ríkissjóð en ríkið veitti 10 milljónir í þetta verkefni nú í byrjun árs.

Ríkissjóður ætti aðeins að athuga þörfina fyrir slíkum styrkveitingum áður en lagt er af stað í þær.

 


mbl.is Engin kona flutt inn í nýstofnað athvarf enn þá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru einhverra annarra orð, en Stígamóta, fyrir því að konur "hafi hringt og sýnt áhuga og séu að skoða sín mál"?

Stígamót þrífast á því að blása upp vandamálin, án þess að ég ætli að gera lítið úr þeim almennt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2011 kl. 11:48

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Nei auðvitað ekki! Þetta er ein fárra samtaka, ef ekki þau einu, sem geta viðrað hugmyndir sínar - og fjárþörf - við opinbera aðila og þeim er svarað: "Hvað þarftu mikið?"

Það væri ekki dónalegt að við hin fengjum slíka fyrirgreiðslu - án þess að sýna á neinn hátt fram á raunverulega þörf.

Torfi Kristján Stefánsson, 24.9.2011 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 455633

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband