27.9.2011 | 09:52
Hvað annað?
Þetta útspil Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins var nú fyrirsjáanlegt. Flokkurinn sá hefur löngum verið taglhnýtingur Bandaríkjamanna og stutt þá í öllum stórum málum, ekki síst hvað varðar afstöðuna til Ísraels.
Þetta breytist ekkert þrátt fyrir harðlínustjórnina í Ísrael, sem hefur engan áhuga á hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn - og hefur hvað eftir annað brotið gegn alþjóðlegum samþykktum hvað varðar samskiptin við Palestínumenn.
Umsókn Palestínumanna nýtur stuðnings nær allra þjóða þriðja heimsins og fjölmargra þjóða í Evrópu. Þar standa Norðmenn okkur eflaust næst.
Þá er einnig ljóst að aðeins sjálf umsóknin hefur komið skrið á samningaferlið milli Ísraels og Palestínu. Loksins er últra-hægri stjórnin farið að ljá máls á samingum á jafnræðisgrundvelli og að stöðva bygginga íbúða harðlínugyðinga á herteknu svæðunum.
Ef Bjarni Ben. og Sjálfstæðisflokkurinn eru á móti þeirri þróun, þá verði þeim að góðu.
Efast um rétt sé að viðurkenna Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 273
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 242
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Randver (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.