Málþófið þegar byrjað?

Sjálfstæðismenn ætla ekki að gera það endasleppt í virðingarleysi sínu fyrir þingræðinu - og þar með lýðræðinu.

Málþófið á septemberþinginu verður að skrifast á þann flokk þó svo að ákveðnir Framsóknarþingmenn hafi eionnig lagt sitt þar á vogaskálarnar.

Þetta virðingarleysi hefur smitað sig út í samfélagið, bæði hvað varðar viðhorf til Fjórflokkanna sem og gagnvart alþingi.

Það er því háskaleikur sem íhaldið er að leika þessa daganna. Starfsöryggi lýðræðiskjörinna fulltrú þjóðarinnar er í hættu - og þar með sjálft lýðræðið. Ekki bæta yfirlýsingar lögreglunnar um fund þann sama dag og alþingi verður sett - og úrsögn hennar úr óeirðasveitum. 

Er stjórnleysi það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill að verði niðurstaðan í þessum hráskinnaleik sínum?

Það er þó ekki víst að útkoman verði Flokknum í vil.


mbl.is Togast á um skipan í nefndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Ef þú lest fréttina þá er málið eins og svo oft áður. Stjórnarflokkarnir sætta sig ekki við að fara eftir settum leikreglum. Þær reglur lúta að hlutfallskosningu um formennsku í nefndum. Það þýðir ekkert að kenna Sjálfstæðisflokknum um þetta. Þetta eru reglur sem stjórnarflokkarnir sjálfir lögðu fram og samþykktu.

Það eru stjórnarflokkarnir sem ala á virðingarleysi fyrir þinginu.

Kristinn Daníelsson, 27.9.2011 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455613

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband