Hvenær grípa yfirvöld í taumana?

Það er furðulegt hversu lengi yfirvöld ætla að sætta sig við það ofbeldi sem mótmælendur sýna gagnvart alþingi og þingmönnum.

Beinar árásir á þingmenn með eggjakasti og fleiru - auk dómsdagshávaða við þinghúsið - er látið afskiptalaust.

Sem betur fer hefur þetta ekki valdið alvarlegum slysum þó svo að um greinilegar líkamsárásir séu um að ræða. Það er eins og menn bíði eftir því að eitthvað hræðilegt gerist til að þora eða vilja grípa inn í.

Nú, þegar skothylki eru meira að segja farin að finnast, er greinilega komin full ástæða til að stöðva ofbeldið gagnvart lýðræðislega kjörnum fulltrúum landsins undanfarið ár.

Menn undrast svo sem ekki þótt lögreglan dragi lappirnar í svona málum, en þegar ráðherra, sem er yfirmaður stofnunarinnar, gerir það líka þá er málið orðið alvarlegt. 

Eru menn virkilega svona hræddir við aukinn fasisma í landinu - að þeir ætli að láta hann yfir sig ganga?

 


mbl.is Fundu skothylki við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það eru einkennileg svar aðstoðarlögreglustjóra þegar hann segir að ómögulegt sé að segja hversu lengi hylkin hafi legið fyrir utan.

Þarna fyrir framan er þrifið reglulega, þannig að þau hljóta að vera frá mótmælunum í gær.

hilmar jónsson, 4.10.2011 kl. 12:34

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Málið er hægt að leysa og þar með þessar áhyggjur um ofbeldi á ráðherra þingsins með því að losna við þessa aula af þingi og fá fólk inn sem getur unnið vinnuna sína af heilindum en ekki unnið á móti almenning í landinu...

Marteinn Unnar Heiðarsson, 4.10.2011 kl. 12:48

3 identicon

Sæll; Torfi Kristján - og aðrir gestir, þínir !

Torfi Kristján og Hilmar !

Ætli sé ekki réttara; að tala um vanbeldi mótmælenda, en ofbeldi ?

Ég skaust suður; (reyni; að spara mér Reykjavíkur dvöl - eins og kostur er) í gærkvöldi, ásamt góðum félaga mínum, og friðsömum, einum of friðsömum reyndar, og urðum við ekki varir við neina þá tilburði, sem minnt gætu á Jemen og Sýrland; og nærsveitir þeirra.

Móðursýkisleg viðbrögð ykkar; eru í fullu samræmi, við þessa óhugnanlegu dýrkun - sem dekur; sem þið hafið á rotnum og óhæfum stjórnmála mönn um, piltar, og er ykkur einungis, til minnkunar.

Að þið; skuluð dirfast, að sverja ykkur í sveit Banka Mafíunnar - og velunnara hennar, lýsir bezt, ykkar innri manni, því miður.

Að minnsta kosti; hefi ég ekki orðið var, við eitt einasta stuðnings orð, af ykkar hálfu, Alþýðunni, samlöndum ykkar til stuðnings.

Alþýðufólk; er ekki eins fínt, í ykkar huga - eins og hvitflibba- og blúndu kerlinga gerið, á hinu lágkúrulega Alþingi, svo sem.

Með kveðjum samt; öngvu að síður - fremur þykkju þungum, þó /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 12:50

4 Smámynd: corvus corax

Það er furðulegt hversu lengi almenningur ætlar að sætta sig við það ofbeldi sem þingmenn og ríkisstjórn sýna gagnvart skattgreiðendum og öðrum almenningi í landinu.
Og þetta með skothylkin, einu vopnuðu einstaklingarnir við þinghúsið voru lögregluþjónar sem voru greinilega "þungvopnaðir" kylfum, piparúða og táragasi. Og hver segir að einhverjir sérsveitarmenn hafi ekki borið skotvopn innanklæða. Kannski duttu þessi skothylki úr fatnaði þeirra, beltum, töskum eða öðrum hirslum. Hafi skothylkin fundist innan óeirðagirðingarinnar eru allar líkur á að þau komi úr fórum lögreglunnar eða fjölmiðlafólks sem var innan girðingar. Mótmælendur voru allir utan þessarar girðingar.
Og svo er nú móðursýkisbull þingforseta alltaf jafn hjákátlegt. Kannski ekki skrýtið þar sem þetta er óhæfasti og vitlausasti þingforseti í sögu lýðveldisins.

corvus corax, 4.10.2011 kl. 13:16

5 identicon

Engar áhyggjur CC, lögreglan er ekki með neitt undir 9mm, nema þá högl úr haglaskotum!  

Karl J. (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 13:18

6 identicon

.22 er smæsta skot sem hægt er að fá. Styttri útgáfan af því er kölluð lambaskot.

.22 er aðallega notað í kindabyssur og svo smáriffla, sem aðallega eru brúkaðir í að skjóta fugla á litlu færi. Þetta er tiltölulega algeng stærð og mikið notuð vegna þess hversu hættulítið það er og svo hávaðalítið, og hægt að hljóðdeyfa það (kúlan er ekki hljóðfrá).

Skambyssur með þessari hlaupvídd eru frekar sjaldséðar. Líklegt þykir mér að einhver hafi komið sínum "skilaboðum" á framfæri með því að henda þessu að húsinu.

En...það verður að taka svona verknað alvarlega.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 13:26

7 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Marteinn! Hvern ertu að hugsa um? Sturlu Jónsson sem fékk um 200 atkvæði í síðustu kosningu. Eða Frjálslynda sem fengu eitthvað svipað í borgarstjórnarkosningunum? Það er jú þetta lið sem er að mótmæla núna og þykist vera þjóðin - og hægra liðið tekur undir sem og fjölmiðlasirkusinn.

Eða á að taka völdin með vopnaðri byltingu (sbr. skothylkin) - og setja ykkur stórskuldarana og óráðsíuliðið á valdastólana?

Torfi Kristján Stefánsson, 4.10.2011 kl. 13:30

8 Smámynd: corvus corax

Vopnuð bylting? Hmmmmmmm ...góð hugmynd!

corvus corax, 4.10.2011 kl. 13:35

9 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Já, rétt eins og þegar Hitler komst að í Þýskalandi. Reyndar var sú bylting ekki vopnuð, heldur komst kvikyndið til valda með því að kveikja í þinghúsinu - og kenna kommunum um.

Kannski ættuð þið að reyna slíkt hið sama, enda sama virðingin fyrir þingræðinu hjá ykkur og hjá nasistunum - og þið jafn hægrisinnuð og Hitler. 

Torfi Kristján Stefánsson, 4.10.2011 kl. 13:49

10 identicon

Ég er viss um að forsætisráðherrann lætur stofna eða endurvekja  einhverja nefnd til að  gefa álit um hvort einhverra aðgerða sé þörf í þessu sambandi.

Þetta reddast áreiðanlega einhvern veginn. Full snemmt að mála fasistaskrattann á vegginn þó forsætisráðherrann sé lítið fyrir að "utan að komandi aðilar" tjái sig í orðum eða verkum, nema náttúrulega þeir séu á hennar skoðun.

Agla (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 13:59

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru menn virkilega svona hræddir við aukinn fasisma í landinu - að þeir ætli að láta hann yfir sig ganga?

Nei við erum alls ekki hrædd. Þess vegna vörum við í gærkvöldi að mótmæla fasismanum sem ræður ríkjum um þessar mundir. Og munum ekki gefast upp.

Hvern ertu að hugsa um? Sturlu Jónsson... ... Það er jú þetta lið sem er að mótmæla núna og þykist vera þjóðin

Ég þekki Sturlu Jónsson dálítið en sá hann hvergi á mótmælunum í gærkvöldi. Ég sá hinsvegar fullt af öðru fólki þar sem ég þekkti.

Varst þú á mótmælunum Torfi Kristján eða ertu bara að setja fram fullyrðingar út í loftið?

rétt eins og þegar Hitler komst að í Þýskalandi

Hitler var upphaflega kjörinn í lýðræðislegum kosningum með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Og naut líka talsverðra vinsælda framan af.

Fasistastjórnin sem við höfum hérna var líka lýðræðislega kjörin. Því miður veit maður ekki alltaf fyrirfram hvað maður fær þegar maður kýs eitthvað.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2011 kl. 14:26

12 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Torfi Kristján !

Um leið; og ég vil þakka Guðmundi Ásgeirssyni, samfundi góða, á Austurvelli syðra; gærkveldis - sem og þeim Covusi Corax og Öglu, fyrir þeirra innlegg, skilvísleg; sem vænta mátti, má ég til, að hnýta í þig, fyrir tilraun þína, til lítillækkunar, á Sturlu Jónssyni, og elju hans - sem hugsjónum öllum.

Þið Hilmar; sem fleirri, ykkur samstíga, eigið ekkert svo gott með, að hnýta í sanngjarnt og heiðarlegt fólk, sem Sturlu og aðra þá, sem vilja veg lands og lýðs og fénaðar alls, hinn  mesta, í baráttunni, við ógnaröfl frjálshyggju Kapítalízka - Kommúnismans, Torfi minn.

Þú ættir; ásamt fleirrum, þér hugmyndafræðilega fylgjandi, að skoða betur, ykkar lánlausu og tilgangslausu málafylgju, ágæti drengur.

Með fjarri því; síðri kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 14:41

13 identicon

Corvusi; átti að standa þar. Asakið; meinbaugi, mögulega.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 14:42

14 Smámynd: Starbuck

Það er furðulegt hversu lengi yfirvöld ætla að sætta sig við það ofbeldi sem fjármálastofnanir beita almenning í landinu.

Eða er þeim kannski alveg sama?

Starbuck, 4.10.2011 kl. 14:48

15 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Það er hægt að mótmæla á ýmsan hátt, án þess að henda óþverra í fólk eða berja tunnur í gríð og erg.

Ofbeldið sem þið hægra liðið sýnið segir auðvitað miklu meira um ykkur en um það sem þið eru að mótmæla.

Torfi Kristján Stefánsson, 4.10.2011 kl. 15:09

16 identicon

Það er komin skýring á þessu, þetta hraut úr vasa skyttu sem góðfúslega gaf sig fram.

Minnir mig á það, að þegar ég stundaði skotveiðar hér áður var ég eiginlega alltaf með skotfæri á mér, og slysaðist einu sinni úr landi með skot í jakkavasa.

Það var nú það kyndugasta, ég fór með það í gegnum vopnaleitina óafvitandi, en fann svo skotið þegar ég sótti klink í vasann.

En, þetta var nú fyrir 20 árum eða svo.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 15:13

17 identicon

Ég hélt að það hefðu verið öfgafullir vinstri menn, glæpalýður og siðleysingjar sem urði sér og okkur öllum til háborinnar skammar með þessum mótmælum sínum ( svo ég nefni nú ekki skothylkin !)

Voru þetta þá hægri sinnaðir?  Hvað langt til hægri voru þeir?

Agla (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 15:38

18 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Á yrsta kantinum mín kæra. Spurðu bara Óskar Helga og Sturlu vin hans.

Torfi Kristján Stefánsson, 4.10.2011 kl. 15:47

19 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Torfi Kristján !

Fremur klén - sem aumleg; eru tilsvör þín, til Öglu (nr. 18), og hæfir þér lítt, að sneiða til okkar Sturlu, fyrir þær einar sakir, að vera trúir okkar meiningum - sem málafylgju; allri.

Jú; jú, báðir erum við Sturla; einyrkjar okkar athafna - hann; á jarðvegs sviði / ég aftur á móti; í útvegun verkfæra og þjónustu hluta, fyrir : Bændur - Sjávarútveg og Málmiðnað, nokkuð, sem hvorugur þurfum að fyrirverða okkur fyrir, að minni hyggju, Torfi minn.

Ætli megi ekki þakka fyrir; að enn skuli, á landi hér, finnast fólk - sem nennu hefir til, að taka hendur upp úr vösum, sé miðað við hækkandi hlutfall Möppu fólks - og skrifstofu haldara, ýmissa; Torfi minn ?

Far þú svo; að tengja þann gul/græna (jarðsambandið) vírinn, Torfi minn.

Sýnist mér ekki; þér muni af veita, drengur góður.

Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum, áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 47
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 555
  • Frá upphafi: 457639

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 486
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband