Blessaður sakleysinginn!

Misst skothylkin upp úr vasanum!!

Nær er nú að halda að mannræfillinn hafi orðið hræddur vegna uppákomunnar og ákveðið að segja til sín, svo hann lenti ekki í vandræðum.

Og blessuð löggan er fljót að taka þessa "skýringu" góða og gilda.

 


mbl.is Gæsaskytta gaf sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú að hér liggi kannski eitthvað meira að baki en rassvasinn?

Agla (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 15:41

2 identicon

og hvað er þetta ósennilegt? Ég meina ef þessi maður hefur ættlað sér að hræða e h með þessu hvað var hann þá að koma framm með þetta við lögguna? þetta er bara upplaup og þvæla frá a til ö. Ég hef sjálfur týnt skotum,verið með tóm í einum vas og sett heil með þeim ofl. alveg fáránlegt að láta eins og 2 stk 22cal séu sprengja!

óli (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 15:45

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Já, heimskuleg hótun en sem betur fer heyktist maðurinn á henni.

Það eru hins vegar ekki allir sem eru svo "vitrir" eftir á. Þeir gætu gripið hugmyndina á lofti og útfært hana nánar...

Torfi Kristján Stefánsson, 4.10.2011 kl. 15:46

4 Smámynd: Sólbjörg

Þetta er ruglfrétt frá upphafi og tóm þvæla og ber þess öll merki. Eingöngu ætlað til að afvegaleiða umræðuna frá því sem skiftir máli að ræða.

Ríkistjórnin hefur brugðist öllu trausti og svikið allt, það þarf að koma þeim frá völdum strax. Þau eru eins og hústökufólk í alþingishúsinu.

Sólbjörg, 4.10.2011 kl. 16:00

5 Smámynd: corvus corax

"Já, heimskuleg hótun en sem betur fer heyktist maðurinn á henni." Hvílík veruleikafirring og samsærisparanoja þjáir þig kæri bloggari. Ég týndi einu sinni vasahníf, hverju ætli ég hafi verið að hóta með því?

corvus corax, 4.10.2011 kl. 16:05

6 identicon

Hvernig er það: er hver einasti vinstri maður að missa sig í taugaóstyrk og múgæsingu þessa dagana?

Ég meina: vissulega eruð þið að fá á ykkur svakaleg mótmæli og vissulega er þjóðin að snúa baki við ríkisstjórninni ykkar ... en: common! Reynið nú að taka þessu eins og menn.

Birgir (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 16:11

7 identicon

Það mætti halda að það hafi valdið þér vonbrygðum að það kom skýring á þessu og ekki hægt að nota þetta til að taka hart á mótmælendum. Það virðist vera að koma mikið fram frá vinstri mönnum núna að það þurfi að stoppa af öll mótmæli, af er sem áður var!

Heimir (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 16:19

8 identicon

Torfi, blogg þitt þann 22. janúar 2009:

"Þá er mikilvægt fyrir fjölmiðla *að leggja ekki alla mótmælendur að jöfnu með ónákvæmum og villandi fréttaflutningi.* Hvað á það til dæmis að þýða að fullyrða að eldur hafi verið kveiktur á tröppum Þjóðleikshússins í gærkvöldi? Það var hrein og bein lygi, sem samt var margendurtekin í fréttum."

Mynd af bálkesti á tröppum Þjóðleikshússins, þann 22. janúar 2009: http://www.amx.is/skjalasafn/7c1771a60a0a3110fe228a87c612a7cd/crop_500x.jpg

...er allt saman einfaldlega eitt stórt hægri-afla samsæri í þínum hugarheimi, og bara þegar þér hentar?

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 16:32

9 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Það kemur fram í frétt á RÚV að skothylkin hafi fundist við aðaldyr þinghússins. "Gæsaskyttan" hefur þannig misst þau úr vasa sínum og þau skoppað yfir girðingu lögreglunnar (eða undir) og alla leið að dyrunum! Trúlegt eða hitt þá heldur.

Varðandi búsáhaldabyltinguna, þegar við komum spillingaröflunum frá, þá var aldrei kveikt bál á tröppum Þjóðleikshússins heldur á gangstéttinni þar fyrir neðan.

Annars er gott að þetta sé nefnt. Þá voru fjölmiðlar uppfullir af neikvæðum fréttum af mótmælunum, talað um skríl og svo frv. Nú hins vegar er svo rosalegur skilningur á aðgerðum mótmælenda - og hálfpartinn gert grín að þeim sem urðu fyrir skeytum frá fasistunum úti á Austurvelli.

Merkilegt er að þar eru á ferð fjölmiðlafólk sem hefur mikil tengsl við Sjálfstæðisflokkinn og/eða bankaræningjana og spillingaröflin fyrir Hrun.

Torfi Kristján Stefánsson, 4.10.2011 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 44
  • Sl. sólarhring: 133
  • Sl. viku: 552
  • Frá upphafi: 457636

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 483
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband