6.10.2011 | 13:18
Dásamlegur maður hann Fogh!
Danski framkvæmdastjóri NATÓ hefur löngum sýnt mikinn mannkærleika og mannúðarstefnu gagnvart þeim þjóðum sem hann hefur tekið þátt í að ráðast á, bæði sem forsætisráðherra Danmerkur og nú sem framkvæmdastjóri NATÓ.
Er þar skemmst að minnast þeirra yfir 100.000 óbreyttra borgara sem létu lífið í innrásinni í Írak og svo allan þann fjölda sem hafa verið drepnir í Afganistan og Libýu.
En með Libýu gildir jú auðvitað allt annað, enda er NATÓ ekki með hersveitir á jörðu niðri. Sú hætta sem almennir borgarar standa frammi fyrir vegna sóknar uppreisnarmanna í landinu, er jú ekki til að hafa áhyggjur af, þeir nota jú ekki mannlega skildi!
Fogh er auðvitað fyrir löngu búinn að gleyma tylliástæðunni fyrir loftárásunum: að vernda óbreytta borgara.
Nýjasta fréttin hér heima af stuðningi ríkisstjórnarinnar við þessar aðgerðir eru þær að Össur Skarphéðinsson segist ráða því einn hvort ríkisstjórnin og þar með Ísland haldi áfram stuðningi við hernaðaraðgerðir NATÓ í Libýu.
Þar með sniðgengur hann eekki aðeins samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn, heldur einnig utanríkismálanefnd alþingis og alþingi sjálft. Voru við eitthvað að tala um að lýðræði ríkti á landinu?
Þá er og spurning hver sé varnarmálaráðherra landsins - og hver sé fulltrúi Íslands á þessum fundi ráðherranna sem sagt er hér frá.
Nú er Össur opg Ögmundur báðir hér heima - er þá einhver blók héðan sem situr fundinn?
Talandi um þörfina á gegnsæi ....
NATO fer ekki þótt Afganar taki við stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.