6.10.2011 | 13:25
Miðstjórnin eða Gylfi einn?
Þetta er nokkuð skrítin frétt þar sem aldrei er vísað í nokkra samþykkt miðstjórnar ASÍ heldur alltaf vitnað í ummæli Gylfa forseta.
Þótt hann sé mikill og merkur maður - og með mikið vald - þá er hann samt ekki ennþá orðinn sjálf miðstjórnin.
Annars er þetta ekki nein frétt. Sami söngurinn og venjulega hjá Gylfa, sem er fastur í þjónkun sinni við atvinnurekendur - og í andstöðu sinni við stjórn vinnandi stétta í landinu, sem maður hélt að hann nú tilheyrði.
Já, mikið er fall verkalýðshreyfingarinnar að þurfa að sitja uppi með atvinnu-"verkalýðs"foringja sem hafa það helsta sýslan að sitja fundi með atvinnurekendum til að braska með fjármuni lífeyrissjóðanna.
Vantar svör um stefnumörkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 211
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 187
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gylfi er persóna með sjálfstæðan vilja og á að vinna fyrir launþega þessa lands, og fær mannsæmandi laun frá launþegum þessa lands fyrir sitt valdastarf.
Hvernig hefur Gylfi notað sitt vald til að bæta kjör launþega?
Hann notaði vald sitt til að hvetja Íslendinga til að kaupa ekki íslenskar vörur, sem síðan bitnar á þeim sem launþegum sem vinna við framleiðslu íslenskrar vöru vegna atvinnuleysis?
Í hverju felst starf Gylfa Arnbjörnssonar hjá ASÍ?
Það er eitthvað mjög alvarlegt að valdamönnum og stjórnsýslu Íslands, sem mæla með atvinnuleysi!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2011 kl. 14:24
Er hann bara ekki svona alþjóðasinnaður eins og fleiri hægri kratar. Hugsar um atvinnu fólks í Evrópusambandinu - já og svo auðvitað hag heildsalanna við að flytja inn slíkar vörur?
Torfi Kristján Stefánsson, 6.10.2011 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.