9.10.2011 | 14:44
Skemmtileg nöfn!
Bóndinn í Litlu-Ávík er greinilega áhugamaður um forn fræði, en eins og margir vita þá er nafnið Menja fengið frá sænskri tröllskessu sem sagt er frá í Sæmundar-Eddu.
Grágás er svo gamla þjóðveldislögbókin okkar (frá 12. öld).
Svona féttir eru miklu mun skemmtilegri og jákvæðari en þessi endalausi væll Evrópusambandssinnanna um að hætta að styrkja sauðfjárræktina og flytja inn kjöt í staðinn!
Svo er þetta svo fjári falleg kind þó svo að hún beri nú ekki nafnið með rentu.
Eitthvað annað en þessar horreglur sem birtar eru myndir af þegar verið er að fjalla um sauðkindina á neikvæðan hátt!
Sauðburður í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sauðkindin er okkar mesta gersemi og ég er sammála þér að þessi er sérlega sæt með litlu hrútana sína.
halkatla, 9.10.2011 kl. 18:56
Það er ótrúleg upplifun að aka um landið á haustin og sjá allt þetta fé í náttúrunni, bæði á túnunum og í úthaganum.
Einhver kallaði þetta með réttu lifandi landslag, sem er órjúfanlegur þáttur af íslensku landslagi - og eitt af sérkennum þess.
Vonandi fáum við að halda þeirri upplifun sem lengst, þrátt fyrir tilraunir Evrópusinnanna til að útrýma íslenskum landbúnaði.
Torfi Kristján Stefánsson, 10.10.2011 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.