20.10.2011 | 12:14
Drepinn af Nató?
Nýjustu fréttir eru þær að herflugvélar frá Nató hafi gert árás á bílalest sem Gaddafi var í og að Gaddafi hafi látist af sárum þeim sem hann fékk á flóttanum frá Sirte.
Fréttir á Bylgjunni segja reyndar að hann hafi einnig verið með skotsár á höfði.
Ef það er rétt þá hefur hann verið drepinn helsærður. Ætti nú Kaninn og Hillary Clinton að vera ánægð, enda hvatti hún óbeint til þessa nú síðast í gær.
Þetta er auðvitað heppilegt fyrir vestræn ríki því hætt er við að ýmislegt gruggugt hefði komið í ljós í samskiptum þeirra við Gaddafi, við réttarhöld yfir honum.
Gaddafi handsamaður eða látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlýtur að hafa verið Nató af því að ekki áttu landar hans neitt sökótt við hann eða hvað?
corvus corax, 20.10.2011 kl. 13:18
Sammála, að Gaddafi hefði gjarnan mátt skýra frá leynimakki sínu við erlenda ráðamenn. En það hefði varla fengið að koma fram við réttarhöld, því að hann hefði verið ákærður fyrir annað, eins og Saddam Hussein. Eða dáið fyrir aldur fram í varðhaldi, eins og Slobodan Milošević.
Sigurður (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 13:27
Ja, nu lär vissa inom vänsterrörelsen klä sig i säck och aska och hålla likvaka för en av världens mest brutala despoter. Man förnekar sig inte. Finns det någon diktator i världen som man inte har sympatier för eller massmördare och terrorist som man inte ömmar för, bara han har den rätta läran? Folken som lider under dessa grymma despoter ger man fullkomligt fan i!
S.H. (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 13:33
Þessi gerspillti harðstjóri og einræðisherra hefur fengið makleg málagjöld.
Þjóð hans reis upp gegn ofbeldinu og óréttlætinu og nú er hægt að óska Líbísku þjóðinni til hamingju með að hafa nú loks náð fullum sigri.
Vonandi tekst þeim að byggja upp friðsamt og réttlátt þjóðfélag byggt á virðingu fyrir mannréttindum og lýðræði.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 13:35
Að skjóta alvarlega slasaðan mann í höfuðið er einhver viðbjóðslegasti stríðsglæpur sem til er, sama hversu mjög sá maður er hataður.
En eins og ég sagði annars staðar þá kom Hillary Clinton í heimsókn til Libýu í gær og gaf grænt ljós á aftöku sem þessa.
Mér skilst að almenningur í Libýu, í andstæðingahópi Gaddafi hafi fyrst fagnað er fréttist af handtöku hans en sá fögnuður snúist upp í vonbrigði þegar fréttist af drápi hans (fólk vildi jú réttarhöld). Já, vesturlandabúar eru greinilega blóðþyrstari en íbúar í Norður Afríku.
Auk þess má nefna að Bandaríkin eru eitt fárra landa sem ekki er aðili að Genfarsáttmálanum.
Og aðkoma NATÓ að þessu gerir það vonandi að verkum að Ísland segir síg úr þessum morðsamtökum - og það þegar í ár með samþykkt frumvarpsins sem VG (nema Steingrímur og Jón Bjarna), Birgitta Jónsdóttir og Atli Gíslason standa að og lögðu fram á alþingi á dögunum.
Þvílíkur djöfuls sóðaskapur!
Torfi Kristján Stefánsson, 20.10.2011 kl. 13:38
Ég myndi ekki taka þessum sögusögnum sem staðfestum heimildum strax. Það væri ekki í fyrsta skipti síðan innrásin hófst þar sem að fréttastofur á borð við Al-Jazeera, CNN, AP eða fleiri álíka hafa farið með rangsannindi.
Gunnlaugur: Ertu að grínast? Óska Libýsku þjóðinni til hamingju? Með hvað? Ertu einn af þeim sem trúir ennþá áróðursbullinu sem hefur dunið yfir þessa þjóð síðustu mánuði, og veist þar af leiðandi ekkert hvað snýr upp og hvað niður í þessu máli?
Hillary Clinton var jú í heimsókn þarna í gær, skítalykt af þessu.
Burtséð frá því hvort hann sé dauður eða ekki, þá finnst mér afskaplega brengluð hugmynd að fagna því. Er orðið samfélagslega viðurkennt að menn séu drepnir án réttarhalda? Er það eðlilegt?
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 13:48
Libýa Libýa
Nóttin ung og björt
Af himnum ofan syndin fellur
Tundurskeytin ljót og svört
Ofan í miðjan bæ, ógnvekjandi skellur
Nóttin lifir enn, vonin þó stendur
Aflmiklar sveitirnar einskins svífa
Tankarnir skjóta, kofi leiðtogans brenndur
Óttaslegnum borgurum þarf hann að hlífa
Nakinn inn að beini, undir árásum bróðurinn er
Arftaka hans ætlað að hlíða
Taki þeir arðinn og auðinn, úr landinu það fer
Óhróður og áróður munu hans bíða
Naumast var það sigurinn sá
Aðkoman blóðug og skömminni nær
Tunguliprir skrattarnir sem öllu vilja ná
Olían er þeirra og elítan hlær
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 13:49
" Gaddafis Libyen har från början och genom alla de drygt 40 åren varit en brutal diktatur. Fängelser fulla av politiska fångar.Politiska mord. Tortyr. Massavrättningar. Muammar Gaddafi har gjort sig känd som en grym och också bisarr ledare. Han har öppet hyllat Stalin och Hitler. Han är en en fanatisk antisemit och har hotat att utplåna Israel....."
Jesus Alcala i SvD tidigare i år.
Men Torfi och andra sörjer. Vilket hyckleri!
S.H. (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 14:07
Ég sé nú að ég hef hætt mér inn á bloggsíðu þar sem saman eru komnir ofsatrúarmenn úr einhverjum heimskulegum sértrúarsöfnuði. Lifi heilagur Gaddafi! Óóóóóó...... sorrí, hann er kannski dauður þjóðarmorðinginn sem ritarar hér á síðunni verja og dásama svo mjög.
corvus corax, 20.10.2011 kl. 14:19
@ Davíð Alexander: Ég þarf ekki að játa neina trú fyrir þér til þess að fagna því að þessum morðingja, spillta einræðisherra og kúgara og kvlara Líbísku þjóðarinnar sé komið fyrir kattarnef og honum hrundið úr stól einræðisherra.
Hann hefur fleiri morð og meiðingar á samvisklunni en svo að hægt sé að hafa samúð með honum föllnum.
Hann hefur haldið þjóð sinni í heljargreipum einræðis og kúgunar í heil 42 ár.
Ég ítreka enn hamingjuóskir til Líbísku þjóðarinnar að hafa loks bundið enda á blóðuga valdatíð þessa geðsjúka morðinga Moammar Gaddafis.
Vonandi tekst Líbísku þjóðinni að byggja upp réttlátt þjóðfélag með lýðræði og mannréttindi allra þjóðfélagsþegna að leiðarljósi.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 14:27
Mér sýnist þú, corvus corax, vera kominn inn á bloggsíðu þar sem hægri öfgamenn eins og þú og Gunnlaugur Ingvarsson (sem þó skrifar undir nafni) leika lausum hala.
En eins og þú bentir réttilega á í annarri færslu þá eru fleiri "glæpamenn" til en Gaddafi, svo sem Hillary Clinton, og hafa eflaust fleiri manndráp á samviskunni en Gaddafi ræfillinn.
Eru þá þeirrar skoðunar að einnig hún sé réttdræp?
Torfi Kristján Stefánsson, 20.10.2011 kl. 14:56
Torfi Kristján.
Ég frábið mér að vera kallaður Hægri öfgamaður.
Hef alltaf verið vel meðvitaður og fylgst vel með stjórnmálaumræðum allt frá unglingsárum og frá því þá alltaf verið vel vinstra megin í stjórnmálum með reyndar smá hægri slagsíðu hvað varðar rekstur atvinnulífsins, þar sem ég tel að fólkið eigi að nýta sér kraft og frumkvæði kapítalismans innan almennra og sanngjarnra reglna til þess að bæta lífskjör alls almennings.
Ég hef hinns vegar lítið eða ekkert skilið í utanríkisstefnu vinstri manna undanfarin 20 ár eða svo. Stuðningur við alræðis- og einræðisstjórnir og kúgun og mannréttindabrot í arabaheiminum, bara til að geta verið á móti USA, á ekkert skilt við vinstri mennsku eða opið og frjálst lýðræði eins og ég hélt að vinstri pólitík gengi útá.
Ég hef meira að segja stutt VG undanfarnar 2 kosningar, en er mjög efins að ég geri það aftur, sökum þjónkunnar þeirra við Samfylkinguna og beinna svika í ESB málinu.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 15:10
Hann er ekki dauður. Græna andspyrnuhreyfingin er eftir að fara í sögubækurnar.
Official Statement of the Resistance Libya: Gaddafi Brother and Leader and Commander of the Revolution is safe and in perfect health. The news spread by the media are false. End of statement.
Friðbjörn Davidsen (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.