20.10.2011 | 13:53
Myndin af líkinu?
Í þessari frétt birtist myndin af meintu líki Gaddafis.
Vel má sjá hversu illa það er útleikið en greinilegt er að hinn látni hefur verið skotinn í búkinn og í höfuðið - og látist af þeim sárum.
Líklegt má telja að þetta verði nýja myndin um hetjudáð Vesturlanda í Mið-austurlöndum og eigi eftir að fara sigurför um heiminn - næst á eftir myndinni af hengingu Saddam Hussain.
Við erum reyndar heppin að hafa verið hlíft við að sjá líkið af Osama bin Ladan.
Nú geta hinar blóðþyrstu "kristnu" þjóðir glaðst og fagnað! Sigurinn er okkar!!!!!
http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article4260918.ece
Gaddafi sagður látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu viss um að Osama Bin Laden sé dauður?
Best gæti ég trúað að Kaninn sé enn að yfirheyra hann.
Viggó Jörgensson, 20.10.2011 kl. 14:13
Líbýa á leið úr öskunni í eldinn.
Já, lengi getur vont versnað.
Aldrei hef ég verið stuðningsmaður Gaddafís, en óhug steðjar að mér við þessar fréttir og þá staðreynd hvernig vestræn stjórnvöld, hinna svokölluðu "lýðræðisríkja" hafa staðið að verki við að koma honum frá.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig vestræn ríki munu takast á við þau hryðjuverka stjórnvöld sem munu taka við í Líbýu og Egyptalandi.
Tómas Ibsen Halldórsson, 20.10.2011 kl. 14:16
Ég hefði greinilega gert betur með því að setja "líkið" innan gæsalappa.
bin Laden var eflaust drepinn fyrir fjölda ára - og myndbönd af "ræðum" hans falsaðar, eins og margir hafa bent á.
Það þurfti einfaldlega að ala á grýlunni til að réttlæta veru NATÓ í Afganistan og loftárásirnar á skæruliða í Pakistan, þangað til að menn töldu að þess þyrfti ekki lengur.
Mér sýnist að það verði æ ljósara að nýja stjórnin í Libýu hefur lítinn áhuga á lýðræðislegum umbótum í landinu. Þeir hafa að vísu falið sig á bak við andspyrnuna gegn þeim til að afsaka hversu hægt sú lýðræðisþróun gengur - svo nú hafa þeir enga afsökun lengur.
En ég er næstum viss um að þeir takist að búa hana til - og að flugsveitir NATÓ muni sveima yfir landinu í mörg ár í viðbót.
Synir Gaddafis eru jú ekki allir dauðir ennþá, eða hvað?
Torfi Kristján Stefánsson, 20.10.2011 kl. 14:50
Vart má á milli sjá hvort þessi sé lífs eða liðin: http://www.aevar.no/wp-content/uploads/2010/03/489381A-150x150.jpg
Ekki veit ég það (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 14:56
Green Committees have confirmed that the leader is alive, and that the enemy is seeking to take advantage of his being currently out of communications. The aim is to please Hillary Clinton who barked at her Arab slaves that she wants Muammar Qaddafi "dead or alive."
rottur
Friðbjörn Davidsen (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.