Gaddafi drepinn með köldu blóði

Komnar eru myndir sem sýna að Gaddafi var á lífi þegar hann var handtekinn. Og hann var ekki særðari á fótum, eins og fullyrt hefur verið, en svo að hann gekk með þeim sem handtóku hans.

Ekki er sýnt frá morðinu á honum, en myndir sem hafa birst annars staðar, sýna að hann hefur verið myrtur.

Og þessu fagna menn á Vesturlöndum!

http://www.youtube.com/watch?v=w4c6Vp6b_Ns&skipcontrinter=1

 

 

 


mbl.is Var Gaddafi tekinn lifandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Það má bæta við þetta að sjónarvottar segja að Gaddafi hafi verið drepinn með 9 millimetra skammbyssu - auk þess sem hann var laminn i andlitið og svo ekið burt með hann í sjúkrabíl:

http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article4261229.ece

Torfi Kristján Stefánsson, 20.10.2011 kl. 17:37

2 identicon

Heyrðu Torfi Kristján.

Hvurslags endemis rugl og þráhyggja er þetta eiginlega hjá þér !

Hvaða máli í smáatriðum skiptir hvernig þessi fantur og morðhundur lét lífið ! Bara gott að hann er fallinn frá án frekari blóðsúthellinga, nóg var nú komið samt !

Undir hans stjórn og fyrir hans tilverknað hafa tugir þúsunda saklausra borgara af hans eigin þjóð og annarra saklausra líka látið lífið.

Einræðis morðhundur og ræfill sem í 42 ár domíneraði með hörku og valdi yfir sinni eigin þjóð og hélt jafnvel í oflæti sínu að hann væri af Guði sjálfum kominn.

Ertu virkilega að réttlaæta þennan morðhund og aumingja, kannski bara til þess eins að vera á móti USA !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 17:54

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Ég samhryggist þér Torfi Kristján. 

Guðmundur Björn, 20.10.2011 kl. 17:59

4 identicon

Illmennið er farið frá völdum og er það fyrir mestu.  Við sem teljum okkur vera fremsta á öllum sviðum erum lítið skárri en þetta illmenni ef við fögnum drápi á honum með köldu blóði. Maðurinn hefði þurft að komast fyrir alþjóðlegan dómstól.

Sveinn (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 18:02

5 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ég samhryggist ykkur sömuleiðis Gunnlaugur og Guðmundur Björn. Ykkar réttlæting á morði segir mér meira en nóg um karakter ykkar.

Torfi Kristján Stefánsson, 20.10.2011 kl. 18:07

6 Smámynd: Guðmundur Björn

Torfi minn, þú ættir að fara að anda með nefinu.  Það virðist stefna í það að þú sofir ekki í nótt með sama áframhaldi í bloggfærslum.  Þú fullyrðir líka um of og ásakar....það er ekki gott fyrir þig ef þú ætlar að vera trúverðugur í bloggfærslum í framtíðinni. 

Guðmundur Björn, 20.10.2011 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband