21.10.2011 | 07:12
Ekki alveg samviskulaus?
Þessi fullyrðing um skotbardagan er nú léleg lygi, enda auðséð á öllum myndum frá atburðinum að Gaddafi var skotinn í höfuðið af mjög stuttu færi - og nokkurn veginn öruggt hver gerði það (mynd tekin rétt áður en skotið reið af).
En afsökunin ber þó vott um örlitla samvisku leiðtoga uppreisnarmanna því hann gerir sér grein fyrir því þvílík hneysa þessi meðferð á stríðsfanga - og fyrrum þjóðarleiðtoga landsins - er.
En samviskan virðist ekki hrjá menn eins og Obama, Cameron eða nýja forsætisráðherrann í Danmörku, Thorning-Schmidt. Hún segist skilja fyllilega gleði "líbísku þjóðarinnar". Meira að segja formaður sósíalíska þjóðarflokksins, Villy Sövndal utanríkisráðherra Danmerkur, fagnar "þessum degi".
Þá vekur athygli afsakanir Frakka á loftárás þeirra á bílalestina sem Gaddafi var í. Talsmaður Frakka sagði að árásin var gerð vegna þess að bílalestin var hættuleg almennum borgurum. Ég sem hélt að NATÓ væri hætt að fela sig á bak við gömlu afsakanirnar vegna þátttökunnar í stríðinu og viðurkenndu hreint út að þeir tækju fullan þátt í bardögunum með uppreisnarmönnum.
Þá hefur komið í ljós að ómönnuð herþota Bandaríkjamanna gerði einnig árás á bílalestina og eyðilagði 16 farartæki. Allt bendir til þess að almennir, óvopnaðir borgarar hafi verið í mörgum af þessum bílum.
Gaddafi var á lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 212
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 188
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún er ótrúleg þessi skyndilega umhyggja fólks fyrir velferð þessa fjöldamorðingja. Maðurinn var einfaldlega valdasjúkt skrímsli með viðbjóðslega glæpi á samviskunni í meira en fjóra áratugi. Aftaka hans var einföld meindýraeyðing og ekkert annað.
corvus corax, 21.10.2011 kl. 08:34
Hvernig væri nú að þú kæmir út úr laup þínum corvus og sýndir á þér fjaðrirnar, svo hægt væri að stífa þær aðeins?
Eða er svona mikill melrakki að þú þorir það ekki?
Torfi Kristján Stefánsson, 21.10.2011 kl. 08:51
Kannski var best fyrir Gaddafi, sem var hermaður alla sína starfsævi ? Hins vegar var framkvæmd aftöku hans ógeðfelld sem og myndbirtingar af henni. Fréttastofa stöðvar2 í gærkveldi var þar í sérflokki og á einstaklega lágu plani. Sem betur fer var RUV vandaðra að virðingu sinni og birti ekki meira en flestar erlendar fréttastofur birtu ?
Með kveðju frá Fjallabyggð, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 21.10.2011 kl. 09:16
innskot : ......starfsævi, að ljúka ferli sínum á þennan veg ?
Kv., KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 21.10.2011 kl. 09:19
Tja, allavega sagði hann það sjálfur. Hann væri hermaður og myndi lifa og deyja sem slíkur.
En hann lét ekki lífið sem hermaður, þ.e. í vopnaðri baráttu, heldur var hann myrtur - óvopnaður og meiddur maðurinn - og því fagnað víða veröld!
Ég sá sem betur fer ekki fréttir Stöðvar 2 en sá hins vegar ummæli Jón Björgvinssonar á RÚV þar sem hlakkaði í honum yfir örlögum Gaddafis.
Sá fréttamaður er með þeim óviðfelldnari sem ratað hefur á fjörur ríkisfjölmiðilsins og er þá mikið sagt.
Torfi Kristján Stefánsson, 21.10.2011 kl. 10:27
Ætli hann hafi ekki hlotið svipuð ævilok og mörg fórnarlamba hans.
Einar Steinsson, 21.10.2011 kl. 12:46
Maðurinn var búinn að fyrirgera öllum borgaralegum réttindum sínum fyrir löngu, að vera drepinn með skoti af 9mm byssu í höfuðið af stuttu færi vær næstum því of gott fyrir þetta ógeð. Fyndið hvað margir virðast hafa áhyggjur af meðferð hans, legg til að þeir kynni sér hvað þetta gerpi hefur gert í gegn um tíðina.
Kári Örn Hinriksson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 15:03
Það væri forvitnilegt að fá að heyra um öll þessi ferlegu ódæðisverk Gaddafis.
Það eru eins og menn séu einungis með upphrópanir, en geta svo ekki vísað í neitt haldfast.
Það var annað með Saddam. Menn vísuðu alltaf í meinta gasárás hers hans á Kúrda, árás sem reyndist vera meira og minna tilbúningur andstæðinga hans (og líklega framkvæmd af Írönum ef eitthvað var þá til í henni).
Hver eru þessi voðaverk sem Gaddafi framdi? Getur einhver nefnt dæmi?
Torfi Kristján Stefánsson, 21.10.2011 kl. 15:53
Mig langaði einmitt að spyrja að hinu sama. Hæstu raddirnar sem hrópa hversu slæmur hann var fyrir öll þó ódæðisverk sem hann hefur framið virðast ekki hafa mikið á bak við sig.
Kári, nú hef ég kynnt mér það nokkuð ítarlega hvað þetta "gerpi" hefur gert í tíðina. Værir þú til í að upplýsa mig um eitthvað af þessum ódæðisverkum sem virðast hafa farið framhjá mér og öðrum sem hafa kynnt sér sögu þess manns og lands.
Upplýstu okkur Kári :)
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 18:20
Lockerbie er bannorð... Þar er svipað dæmi í gangi og Torfi minntist á með Saddam..
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 18:22
Ömurlegt að verða vitni að svona tilfinningaafskræmingu fólks.
Rúnar Þór Þórarinsson, 21.10.2011 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.