21.10.2011 | 11:37
Særst í "lokasókn uppreisnarmanna"?
Fréttaflutningur hægri haukanna á Mogganum er ávallt samur við sig. Það kemur alls staðar fram í miðlum sem taka sig alvarlega að Gaddafi, og hans fólk, var í bílalest sem franskar og bandarískar orustuþotur gerðu árás á - og að Gaddafi og nokkrir aðrir, þar á meðal einn sona hans, hafi komist lifandi úr árásinni.
Þeir hafi leitað skjóls í vegræsi (það sem áróðursmeistarnir kalla holu við veg eða skolpræði til að niðurlægja hann) þegar uppreisnarmennirnir komu á vettvang og kláruðu "náðarverk" NATÓ.
Danskur séfræðingur í málefnum Libýu segir þetta um slíkan málflutning - og er greinilega ekki mjög trúuð á hann: "Øjensynlig vil NTC fremstille Gaddafi som ynkelig ligesom Iraks Saddam Hussein, der bad for sit liv, da han blev fanget i et jordhul".
Umfjöllun danska blaðsins Politiken um þetta er reyndar góð, amk miðað við að Danir tóku fullan þátt í stríðinu gegn Gaddafi og hafa því tilhneigingu til að réttlæta meðferðina á honum, og gæti verið íslenskum fjölmiðlum fyrirmynd. Amk væri fróðlegt að heyra svona einu sinni frá alvöru sérfræðingi um málið:
http://politiken.dk/udland/ECE1427425/gaddafis-doed-kan-skaerpe-fraktionsopgoer-og-haevn/
Þá sáum við hans loðna höfuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 236
- Frá upphafi: 459929
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 208
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við syrgjum í dag góðan dreng og mikinn mannvin.
Blessuð sé minning Muammars Ghaddafi.
Hannes Hilmarsson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 11:54
En hvað með tugi þúsunda fólks sem Gaddafi og hans menn myrtu í Líbíu síðustu áratugi, fólk sem örugglega bað um að lífi sínu yrði þyrmt? Var hlustað á það? Var það ekki bara aflífað og jafnvel pyntað áður? Allt undir stjórn Gaddafis. Hún er ótrúleg þessi skinhelgi allt í einu af því að fjöldamorðingi var drepinn. Nú hatast allir út í þá sem drápu hann. Var hann ekki bara réttdræpur? Þurfti einhver réttarhöld? Eru ekki nægar hrópandi sannanir gegnum tíðina fyrir glæpaverkum Gaddafis? Hvað með þá sem drepnir voru í Lockerby hryðjuverkinu sem Gaddafi sannanlega stóð að? Var allt í lagi að drepa þá? Hvílík sýndarmennska, hræsni og ímynduð sjálfsgæska þeirra sem harma að morðinginn skyldi drepinn. Hvað næst? Kertafleyting á Tjörninni í minningu Gaddafis? Kellíngavæl og ekkert annað!
corvus corax, 21.10.2011 kl. 11:55
Svona til að svara "Hrafninum" þá hefur talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum loks látið frá sér heyra og krefst rannsóknar á dauða Gaddafis. Aftökur sem þessar eru nefnilega stranglega bannaðar samkvæmt alþjóðarétti.
Reyndar er rannsókn á mannréttindabrotum uppreisnarmanna þegar hafin og telur talsmaðurinn að drápið á Gaddafi (og syni hans) verði rannsakað í leiðinni:
"Það er grundvallaratriði í þjóðarrétti að fólk sem er ákært fyrir alvarlega glæpi verði leitt fyrir lög og rétt ef þess er frekast unnt."
http://www.dn.se/nyheter/varlden/fn-vill-utreda-khaddafis-dod
Það er svo stór spurning hvað gerist í framtíðinni í Libýu, en framferði uppreisnarmanna undanfarið gegn stuðningsmönnum Gaddafi bendir alls ekki til neins góðs.
Nú á sunnudaginn eru kosningar í Túnis. Allt bendir til þess að íslamskur flokkur vinni þar stórsigur og að landið hverfi við það marga áratugi aftur í tímann. Leiðtogi flokksins hóta valdaráni ef kosningarnar verða þeim ekki hagstæðar.
http://www.dn.se/nyheter/varlden/pa-sondag-kan-tunisiens-frihet-forsvinna
Torfi Kristján Stefánsson, 21.10.2011 kl. 12:07
Sæll; Torfi Kristján - líka sem og, aðrir gestir, þínir !
Hannes og corvus corax !
Persónulega; þykir mér dráp Khadafys sjálfsagt, í ljósi illræmds ferils hans.
Hann fór ekkert illa af stað; eftir að hann steypti Idris gamla I. Konungi, í September byrjun; 1969, í átakalausri byltingu - en klikkaðist gjörsamlega í kollinum, þegar leið á 8. áratug, síðustu aldar.
Þannig að, betur hefðu Idris Konungur, sem ættmenni hans áfram setið, þar syðra, af hinni kunnu Senussi ætt.
Hins vegar; finnst mér óþarft af ykkur, að sproksetja og hæða viðhorf Torfa Kristjáns síðuhafa, með þeim hætti, sem þið iðkið hér, að ofan, ágætu dreng ir.
Torfi Kristján; er yfirleitt langt í frá, samstíga mér; hugmyndafræðilega, en ég virði hans sjónarmið í þessum efnum, sem fram eru sett, af fullri einlægni, sem einurð.
NATÓ þátttakan í Líbýu, sýnir okkur augljóslega - að forsvarsmenn þar, eins og Fokk Rasmussen og aðrir álíka fuglar, hafa lítil efni á, að útlista Al- Kaída og önnur samtök ýmis, í Mið- Austurlöndum og víðar, sem einhver sérstök hryðjuverka samtök, í ljósi framgöngu NATÓ sjálfra, í Mesópótamíu (Írak) - Baktríu (Afghanistan), og síðast, í Líbýu, eins og fram hefir komið, að undanförnu.
NATÓ afskiptin þar; kunna að hafa verið, hinn mesti Bjarnargreiði Líbýu mönnum, þegar upp verður staðið.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 12:15
Já bloggari, rétt segir þú hér "Það er svo stór spurning hvað gerist í framtíðinni í Libýu, en framferði uppreisnarmanna undanfarið gegn stuðningsmönnum Gaddafi bendir alls ekki til neins góðs."
Gæti verið að framferði uppreisnarmanna undanfarið gegn mönnum Gaddafis sé bein afleiðing af framferði stuðningsmanna Gaddafis gegn almenningi í Líbíu undanfarna áratugi? Getur það hugsast að hatrið og heiftin hafi búið um sig í huga almennings í Líbíu eftir áratuga kúgun, mannshvörf, skipulagðar aftökur andstæðinga stjórnvalda, pyntingar, harðræði, bann við málfrelsi og skoðanafrelsi? Gæti það hugsast að uppreisnarmenn og almenningur hafi verið búið að fá nóg fyrst fólkið var tilbúið að fórna mannslífum til að steypa morðingjanum Gaddafi? Eða var Gaddafi í raun algjör engill sem átti allt gott skilið og meira að segja kertafleytingu á Íslandi? Skinhelgi og hræsni gera ekkert til að breiða yfir glæpi Gaddafis gegn þjóð sinni, sama hversu mikið er vælt.
corvus corax, 21.10.2011 kl. 13:26
Mér finnst forvitnilegt og áhugavert að sumir tali um Gaddafi eins og hann hafi verið alræmdur morðingi og hafi drepið og pyntað fólk af gamni sínu. Hvaðan fær fólk slíkar hugmyndir? Frá fjölmiðlum? Það er fyrir öngu búið að afsanna tengsl Gaddafis við Lockerbie árásina. Það er fyrir löngu búið að afsanna þær tvær flugvélar sem hann hafi átt að skjóta niður ég man ekki hvenær. Þegar talað er um pyntinbgar og hvaðeina þá hefur Gaddafi aldrei verið álitinn morðingi eða slæmur maður á meðal fólksins í Libýu, enda átti hann stuðning lang mest meirihluta landsins. Þau morð og pyntingar sem áttu sér stað á hans tíma voru til kominn vegna öfga-zionista-múslima t.d. sem ógnuðu velferðarríkinu Libýu. Þessir ögfahópar eru þekktir fyrir að drepa dökkt fólk, læsa fjölskyldur inni í sínu eigini húsi þar til þau deyja og drepa alla þá sem styðja grænu hreyfinguna. Þannig fólk finndist mér líklegra til að mega heita réttdræpt.
Óskar ég er ekki viss um að konungstjórn Idris hafi verið vel séð lengur af fólkinu í Libýu. Þessi Ítalska konungstjórn einkenndist einmitt af fárra manna valdi, barnaníð, kvenfyrirlitningu og landinu var ekki vel borgið undir þessum höndum. Þá kom græna byltingin. Ef maður skoðar tölur síðan fyrr á þessu ári, og ber það saman við fyrri tíma sést glögglega þæer þjóðfélagslegu bætingar sem áttu sér stað eftir byltinguna. Heilsuþjónusta varð frí, rafmagn varð frítt, læsi jókst um 70 prósent, skólaganga varð frí, arðurinn af auðlindum landsins voru þjóðnýttir og þjóðin skuldaði ekki krónu til erlendra lánastofnanna. Þetta eru bara nokkur dæmi um hversu gott fólkið í Libýu hafði það. Þetta er hinsvegar ekki talað um í fréttum og fjölmiðlastríð og áróður gegn Libýu og Gaddafi hefur verið svo fjarri sannleikanum oft á tíðum að manni undrar. Eflaust vegna þess að við erum NATÓ land, sem ég skammast mín fyrir af einlægni. Við hljótum að geta verið sammála um það að fjölmiðlaumfjöllun um þetta tiltekna málefni hefur verið að öllu leiti einhliða og áróðurskennd.
Hvernig ætli framtíðin verði núna? IMF er þegar kominn með puttana í krukkuna, olíuarðurinn verður seldur til Frakklands m.a., þjóðarbankinn er þegar kominn í uppstokkun, enda voru allar eigur landsins frystar stuttu eftir innrás. Ef rétt er að Gaddafi hafi verið tekinn af lífi (sem virðist þó geta verið enn eitt sjónarspilið) er nokkuð víst að lífshættir Libýu munu breytast til hins verra. Finnst ykkur fólkið geti treyst þessum byssubrjáluðu öpum sem kalla sig uppreisnarmenn frelsisins? Getum fólkið treyst NATO? Geta þeir treyst Zionistunum sem munu taka við stjórnvölum.
Haldið þið, sem bloggið og talið um að loksins sé frelsi Libýumanna undan "einræðisherranum ógurlega" orðið að veruleika og fagnið með morðóðum "uppreisnarmönnum" eftir meint morðið á Gaddafi, að þeim sé loksins borgið? Rétt eins og okkur hinum í Vestræna heimnum sem lifum undir oki auðvalds og erum þrælar gallaðs efnahagskerfis sem skuldsetur hvern einasta þegn samfélagsins. Er þetta í alvörunni góð þróun að ykkar mati?
Ég fullyrði að Ísland hefði auðveldlega getað farið leiðina sem Libýa fór eftir grænu byltinguna, ef ráðamenn Íslands væru ekki svona miklar gungur og sleikur við alheimsöflin. Við hefðum getað þjóðnýtt auðlindir okkar og forðast það að auðlindir okkar væru gerðar eignir auðkýfinga og kerfisins. Við hefðum getað nýtt alla orkuna okkar í skynsamlega hluti og boðið upp á frítt heilsukerfi, skólakerfi, orkukerfi og þar fram eftir götum. Frekar erum við þrælar efnahagskerfis sem einkennist af vöxtum og skuldum þar sem hinir ríku nærast af hinum fátæku.
Svona rétt í lokin ætla í að vísa í nokkrar heimildir sem gefa því gaum að "dauði" hans hafi verið enn eitt sjónarspilið.
Myndbandið af meintu morði hans var tekið upp deginum fyrir að meintur atburður átti sér stað. Hér eru upplýsingar um myndbandið.
got a problem with the vidio of gadafy! the encoded info shows itbwas made the DAY BEFORE gadafy was reported killed on the 20th.------
General
Complete name: C: \ T \ Footage Shows Gaddafi's bloodied body.mp4
Format: MPEG-4
Format profile: Base Media / Version 2
Codec ID: MP42
File size: 2.82 MiB
Duration: 32S 160ms
Overall bit Rate: 736 Kbps
Encoded Date: 19/10/2011 14:16:48 UTC
Tagged Date: 10.19.2011 UTC 2:16:48 p.m.
Græna hreyfingin, svo sem og Libýska ríkissjónvarpið, hefur gefið út að Gaddafi sé sprelllifandi og varar við lygum NATO stöðvanna. Nú hefur ríkissjónvarpinu verið lokað aftur. Hillary Clinton, sá alræmdi mannréttindabrotamaður og illkvindi á að hafa verið í Libýu þennan dag og hafði nýverið sagt, "i want him dead or alive". Myndir af líki sonar hans sem á að hafa dáið líka í sömu atburðarrás virðast ekki vera af honum, þar sem það voru teknar myndir af honum fyrir viku og þá var hann alrakaður og með slétt hár. Myndin af líkinu er maður með mikið krullað hár og fullvaxið skegg, pottþétt meira en viku vöxtur, ekki nema hann hafi verið á einhverskonar ofur-skegg-sterum.
Annar sonur, Saif Al Islam (sem hefur "dáið" nokkrum sinnum á þessu ári) hans sagði í útvarpi eftir andlátið að þetta sé allt lygi og að mass media sé að fara með rangfærslur.
Það eru töluvert fleiri punktar sem passa alls ekki við opinberu söguna, sem hefur einkennst af hlægilegri fréttaumfjöllun um þetta mál.
Ég er alls ekki að fullyrða að Gaddafi sé á lífi, en ég hvet þig til að skoða þá hlið málsins, sem og þær hliðar málsins sem fjöldamiðlarnir hafa klikkað á að nefna í samhengi við umfjöllun frá landinu. Slíkan lygavef og slíka áróðursherferð hef ég aldrei séð áður.
Bestu kveðjur
Blessun yfir alla þá sem eru fórnarlömb kerfisins, sem eru fórnarlömb innrása, sem eru fórnarlömb utanríkisstefnu heimsyfirráðssinna.
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 13:33
Corvus mér þykir leiðinlegt að segja þetta, og ég meina ekkert illt eða niðurlægjandi með þessum orðum, en þu ert verulega smitaður af rangfærslum og áróðri sem hefur staðið yfir í mörg ár. Hvaðan færðu það eiginlega að framferði stuðningsmanna Gaddafi hafi verið eins og þú meinar? Hvað heldur þú eiginlega að stuðningsmenn Gaddafis sé eiginlega stór prósenta af fólkinu í Libýu?
Þú ferð með rangfærslur, hefur ekkert til að bakka það upp og kemur fram undir nafnleynd... Ég á voðalega erfitt með að taka þig alvarlegan :)
Friður
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 13:37
Ég get bent þér á alls kyns hópa og síður þar sem fólk allstaðar að úr heiminum hefur það sameiginlega markmið að komast að því hvað sé raunverulega í gangi þar í landi. Þar er fólk á eitt sammála um lygar og áróður stærstu fjölmiðlamaskínana. Þar styðst fólk við alvöru heimildir og er í stöðugu sambandi við fólk sem er í Libýu, á átakasvæðinu. Frá fólkinu sem er á staðnum og hefur orðið vitni af 60.000 dauðsföllum af hendi NATO og uppreisnarmannana svokölluðu. Í guðanna bænum ekki taka orð þeirra yfir orð fólksins í landinu, það er vitfirring. Hvernig er hægt að taka orð CNN yfir þau orð? Eða yfir orð þeirra óháðu blaðamanna sem voru á svæðinu. Hefuru eitthvað kynnt þér hvað þau hafa að segja, eða hvernig var komið fram við þau?
Svo ekki þykast vera gáfaðari, eða vita betur en þetta fólk, það er hroki. Sérstaklega þú gerir það í skjóli nafnleyndar.
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 13:43
Ekki get ég séð að gáfur hafi neitt með þessa umræðu að gera. Hrokinn er hins vegar alls ráðandi hjá þeim sem hefur "höndlað sannleikann allan" eins og DAÖ virðist hafa gert. A.m.k. er orðaflaumur hans eins og þess eins sem allt veit best. Það vill svo til að náinn vinur minn er frá Libíu, mér nægja upplýsingar frá honum og tek þær frekar trúanlegar en hrokafullan kjaftavaðal frá sjálfskipuðum besservisserum eins og DAÖ.
corvus corax, 21.10.2011 kl. 13:54
Svo finnst mér alveg sorglegt að sjá sama fólk og fagnar dauða hans og talar um að loks geti orðið lýðræðisstjórn í Libýu. Lof mér að spyrja sama fólk. Er lýðræðistefna vesturlandanna að standa undir nafni? Er raunverulegt lýðræði hérna? Þar sem við fáum að kjósa á 4 ára fresti á milli tveggja stefna sem eru báðar smitaðar út í gegn af fjármálafyrirækjum sem stýra kerfinu sífellt lengra í átt að "hinir ríku lifa af, hinir fátæku deyja".
Í Libýu hefur verið beint lýðræði síðustu ár, þar sem er kosið oft á ári. Þar í landi eru um 2000 ráðstefnuhallir þar sem fólk kemur saman og kýs, ræðir málin og stjórnar landinu í sameiningu, og hefur þannig bein áhrif á það sem gerist í landinu.
Haldið þið sem fagnið að þær breytingar sem muni eiga sér stað séu af honu góða fyrir fólkið í landinu? Þetta er sorglegt ástand og mér finnst leiðinlegt að þurfa að skrifa svona langan texta til þess eins að sýna fram á það sjónarmið sem hefur "gleymst" að fjalla um í fjölmiðlum. Ég hvet ykkur til að lesa "Grænu bókina" og bera hana saman við stjórnarfar hér í vestrænum velferðarríkjum.
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 14:00
Corvus, viltu ekki frekar ræða þetta efnislega við mig í staðinn fyrir að halda því einvörðungu fram að ég sé hrokafullur bessewisser. Það á alls ekki við um minn karakter, hvernig sem þú vilt túlka það. En viltu ræða þetta efnislega?
Ég hef langt því frá "höndlað sannleikann allann" og hef aldrei gefið það til kynna. Ég hef verið að skoða þetta mál í þónokkurn tíma og afstaða mín hefur mótast út frá því. Ef þú villt taka því sem ég sé einhver hrokagikkur þá er það þitt mál.
Hvað heitir þessi náni vinur þinn frá Libýu? Gæti ég fengið númer hjá honum eða einhverjar samskiptaupplýsingar, ég hefði rosalega gaman af því að fá að spjalla við hann og heyra hvað hann hefur að segja:).. ?
Ég hefði líka gaman af því að spjalla við t.d. þig um þetta á heiðarlegan og efnislegan máta, ef þú ert klár á það þeas.
Mér þykir leiðinlegt ef orðaflaumur mínar hafi komið út eins og þú túlkaðir það. Þetta eru allt saman heiðarlegar spurningar sem ég velti fyrir mér og kem á framfæri. Mér þætti vænt um efnislegt svar í stað persónuárásar.
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 14:06
*klár í það*
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 14:07
Sá veldur miklu sem upphafinu veldur. DAÖ hóf persónuárásir á mig þótt ég hafi í engu beint orðum mínum til hans og vænir mig um hroka þar sem ég telji mig gáfaðri en eitthvert óskilgreint fólk og talar þar að auki mjög niður til mín þegar hann bendir mér á að allt sem ég segi sé vitlaust og hann viti auðvitað betur. Löng reynsla hefur kennt mér að vera ekki að elta ólar við fólk af sama kalíberi og hér um ræðir enda skiptir sannleikurinn það engu máli, aðeins það eitt að hafa betur í orðasennu. Ég þýddi inntakið úr skrifum DAÖ fyrir hinn líbíska vin minn og hann þagði um stund eftir lesturinn og sagði svo eitt af fáum íslenskum orðum sem hann kann að bera rétt fram "vitlaus".
corvus corax, 21.10.2011 kl. 14:19
Komið þið sælir; að nýju !
Davíð Alexander !
Vitaskuld; var stjórnartímabil Senussi ættar, undir forystu Idriss gamla fjarri því, að vera gallalaust, ágæti drengur.
En; flest virðist benda til, að Týranna skapur Khadafys, og hans fólks, hafi frekar vaxið, þegar á hans stjórnarskeið leið, sé mið tekið af, hversu harð skeyttir Konungsmenn- og aðrir þjóðfrelsissinnar urðu, all löngu, áður en þátttaka NATÓ kom til, meira að segja.
Rökfestu; corvusar corax, skulum við ekki í efa draga, hann setur fram sína meiningu, af yfirvegun, jafnan - burt séð frá því, hvort menn séu honum sammála, eður ei.
Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 14:39
Ég stóð ekki í neinum persónuárásum gegn þér corvus. Ég einfaldlega benti þér á að mér finndist það hroki að vita betur en það fólk sem ég hef heimildir mínar frá, sérstaklega ef þú hefur ekki einu sinni gefið til kynna að þú hafir kynnt þér þá hlið málsins. Ég gagnrýndi líka hversu erfitt væri að taka mark á orðum þeirra sem koma fram undir nafnleynd. Ég skilgreindi fólkið alveg, ég sagði meirihlutinn í Libýu, þarf nánari skilgreiningu?
Ég var ekki endilega að benda þér á að allt sem þú sagðr væri vitlaust, en það eina sem ég hef séð þig segja í þesumm umræðum (sem og öðrum umræðum um þetta málefni) er hversu slæmur og morðóður maður Gaddafi var. Ég hef aldrei séð þig koma með heimild fyrir neinu og hef því aðeins tekið orðum þínum sem skoðunum byggðar á þeim "heimildum" sem hafa farið um fjölmiðlana. Síðar meir tókstu fram að þú fengir heimildir þínar frá nánum Libýskum vin, og þá varð ég forvitinn og sagði að mér þætti vænt um að fá að hafa samband við hann. Til að heyra hans hlið, og endurskoða mína afstöðu út frá því.
Trúðu mér, ég eyði ekki þessum tíma og orku í það eitt til þess að vilja hafa betur í einhverjum umræðum. Það væri fásinna. Ég styð efnislega og opna umræðu um málefnið og tek öllum nýjum sem gömlum upplýsingum með þökkum, svo ég geti mótað afstöðu mína ennfrekar. Við eigum að vera gera þetta saman, ekki á móti hvor öðrum.
Mér þykir leiðinlegt að þú skulir halda að "sannleikurinn skipti mig ekki máli því ég viji bara hafa betur í orðasennum" því það er einmitt mjög fjarri sannleikanum. Ástæða þessara skrifa minna er einföld, og hún er að sinna þeirri siðferðislegu skyldu minni að gagnrýna það sem ég tel vera rangt og leiðrétta misskilning, bæði fyrir sjálfum mér og öðrum. Ekki vil ég læra eitthvað sem er ónytsamlegt, en þessi hlið málsins er mjög nytsamleg og hefur svo sannarlega mikla stoð undir sér.
Í ljósi forvitninnar langar mig að spyrja þig aftur, gæti ég haft samband við vinn þinn frá Libýu? Jafnvel sent honum línu eða spjallað við hann í gegnum síma. Mér þætti vænt um það, það væri áhugavert í ljósi þess sem ég vill athuga. Svo ræður þú að sjálfsögðu sjálfur hvort þú viljir koma fram undir nafni, það er ekki mitt mál, heldur þitt.
Óskar ég get alveg verið sammála þér að síðustu misseri hafi ekki verið dans á rósum fyrir Libýska þjóð. Pressa frá erlendum öflum, sem og innlendum öfgasamtökum var löngu orðin ásnertanleg fyrir innrásina í mars. Tengsl NATO, USA, Bretlands og Frakklands og Ísraels við atburðarrásina eru óumflýjanleg. Ég tel mig geta fullyrt að hagur Libýu var verr settur fyrir tíð Gaddafis (á tíð konungsáranna sem enginn vildi) og ég tel mig líka geta fullyrt að hagur Libýu verði verr settur eftir að innrásarmarkmiðum er lokið.
Rökfesta corvusar hefur einmitt lítil um rök á bak við sig, enda hafa innlegg hans einkennst af fullyrðingum um valdabrjálæði og morðæði Gaddafis því að hann fékk þær upplýsingar frá áróðursyktum fjölmiðlum sem og frá ónafngreindum vini sínum frá Libýu, og já auðvistað, Corvus er nafnlaus sjálfur. Ég hef lært það að taka ekki slíkar upplýsingar eða rök sem gefnu fyrirbæri fyrr en einhverjiar heimildir eru fyrir hendi. Með fullri virðingu, ég býst ekki við að við veðrum fyllilega sammála, og þá allra helst býst ég ekki við því að allir verði sammála mér, enda er það ekki vilji minn. Vilji minn er að með samstöðu og efnislegum umræðum gætum við fundið út hvað er rétt og hvað er rangt. Í þannig umhverfi, og frá þeim sjónarhóli hef ég alltaf viljað nálgast þetta mál.
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 15:11
DAÖ segir: "Ég gagnrýndi líka hversu erfitt væri að taka mark á orðum þeirra sem koma fram undir nafnleynd". Þetta kalla ég ofurheimsku. Ef ég segi að himininn sé blár, er þá erfitt að taka mark á því af því að ég nota kenniheiti en ekki fullt nafn? Skiptir þá engu máli hvað sagt er, aðeins hver sagði það?
corvus corax, 21.10.2011 kl. 16:18
Er þetta eina svarið þitt? Að vitna í forvitnissakir mínar um nafnleynd þína og vinar þíns? Og kallaru það ofurheimsku?
Það skiptir engu máli hvort þú eða einhver annar með nafn segi að himininn sé blár, hann er blár, og ég get staðfest það með eigin upplifun. En himininn er líka stundum rauður, stundum er hann svartur og stundum er hann grár. Það skiptir engu máli hvort einhver sem segir það noti leyninafn eða ekki. Mér finnst það bara furðululegt í ljósi þess að þú getur ekki svarað neinum af þeim spurningum sem ég hef lagt upp fyrir þig.
Auðvitað skiptir máli hvað er sagt, það verður að vera hægt að yfirfara það og staðfesta. Í þannig kringumstæðum getur hjálpað að vita hvaðan upplýsingar koma svo hægt sé að athuga trúverðugleika framsögumanns.. Ég vona að þú skiljir það.
Þrátt fyrir þrjú svör frá þér er ég engu nær og þætti mér vænt um einhverskonar svör í stað þess að fá í hvert sinn óljósar og efnislausar staðhæfingar.
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 16:41
http://rt.com/news/gaddafi-death-lendman-hoax-321/
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 18:52
http://libyasos.blogspot.com/2011/10/how-many-of-gaddafis-doubles-did-they.html - Áhugaverðar pælingar fyrir áhugasama. Nokkrir punktar sem varða aftökuna
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 19:40
Komið þið sælir; að nýju !
Davíð Alexander !
Um leið; og ég vil þakka þér fyrir, kurteislega umræðuna, vil ég geta þess að eiginlegt nafn corvusar corax er : Friðjón Axfjörð Árnason; hvað, hann hefir aldrei falið á sinni síðu - fyrir mér, né öðrum, ágæti drengur.
Með; ekki síðri kveðjum - en öðrum, fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 14:27
Sæll vinur !
Flott er, ég var reyndar búinn að taka eftir þessu í prófílnum hans fyrir nokkru síðan, og hafði því gleymt. En ekki að það nafn, eða nafnleynd hans skipti lykilmáli í þessu samhengi. Ég var einfaldlega að benda á þá staðreynd að allt of oft verður maður vitni að innihaldslausum upphrópunum frá nafnlausum aðilum í netheiminum.
Leiðinlegt að umræðan hafi snúist út í nafngift Friðjóns, ég hefði frekar kosið efnismeiri svör en hafa borist. Mér þætti enn vænt um upplýsingar um Libýska vin hans, einfaldlega því mér finndist það ansi áhugavert að fá þann pól inn í umræðuna. Ekki það að ég hafi ekki skrifast á við fullt af fólki frá Libýu sem hafa flest svipaða sögu að segja. Hvaða ættbálk tilheyrir þessi vinur þinn í Libýu Friðjón?
Ps. Óskar mér þykir ritstíll þinn verulega fágaður og aðdáunarverður.
Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.