24.10.2011 | 14:10
Að vernda óbreytta borgara
Ljóst er að umboð NATÓ til hernaðar í Libýu hefur margoft verið brotið af hálfu bandalagsins.
Það er skýrt tekið fram í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að umboðið gilti almenna borgara í báðum fylkingum, jafnt stuðningsmenn Gaddafi sem andstæðinga (hvað þá hina hlutlausu).
Þetta var algjörlega hunsað alla tíð - og hernaðinum einungis beint gegn vopnuðum sveitum Gaddafis.
Jafnframt var ekkert gert til að leggja pressa á uppreisnarmenn um að virða mannréttindi stríðsfanga eða meintra stuðningsmanna Gaddafis. Er þessi líkfundur gott dæmi um það en vitað er um miklu fleiri og fjölmennari aftökur í stríðinu, einkum af hálfu uppreisnarmanna.
Þá er aftaka Gaddafis sjálfs talið augljóst dæmi um að NATÓ hafi ekkert gert til að fá uppreisnarmenn til að virða mannréttindi (auk þess sem för Hillary Clinton og orð hennar um að ná Gaddafi dauðum eða lifandi sýnir nú ekki mikla ást á mannréttindum eða réttindum stríðsfanga).
Drápið á Gaddafi veikir mjög lögmæti aðgerða NATÓ og ennfremur ályktunar Öryggisráðsins. Forsenda aðgerðanna var þjóðréttarleg eðlis, þ.e að vernda alþjóðleg réttindi fólks í stríði. Þau réttindi hafa verið fótum troðin án þess að NATÓ hafi neitt aðhafst til að hindra það - og ekkert heyrist frá SÞ heldur.
Það er auðvitað nokkuð hlálegt í ljósi þess að í gær var dagur Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjórinn flutti hrifnæman boðskap um hin miklu tíðindi sem gerst hafa á árinu, hið arabíska vor m.a., og hversu mikilvægt væri að mannréttindi og friður fengi að ríkja í heiminum - þ.e. baráttumál SÞ.
Saga Sameinuðu þjóðanna segir hins vegar allt annað. Stríðin sem framin eru í nafni samtakanna eru ótalmörg - og sum þeirra einhver mannskæðustu í mannkynssögunni, eins og til dæmis Kóreustríðið.
Þessi samtök eru greinilega handbendli Vesturveldanna - og stuðla miklu frekar að misrétti í heiminum heldur en jöfnuði.
Fjöldamorð í Sirte | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dagur Sameinuðu þjóðanna er i dag, 24.oktober ad minu viti.
S.H. (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.