Pólitísk afskipti?

Þessi ummæli Árna Páls hefur maður heyrt lengi - og meira að segja fyrir hrun. Þá kom Björgvin G. Sigurðsson með frasann um að stjórnvöld megi ekki handstýra bönkunum. Þetta endurtók svo Gylfi Magnússon eftir hrun og nú Árni Páll.

Meira að segja Steingrímur J. hefur tekið undir þetta og sagt að stjórnmálamenn verði að halda sig armlengd frá fjármálakerfinu.

Samt var þessi ríkisstjórn kosin til að koma stjórn á banka- og fjármálakerfið, sem fékk að leika algjörlega lausum hala fyrir Hrun - sem þeim afleiðingum sem þjóðin öll er að súpa seyðið af og mun gera um ókomin ár.

Þrátt fyrir þessa kröfu almennings í síðustu kosningum um stjórnun og uppstokkun á fjármálaheiminum íslenska þá þora núverandi stjórnvöld ekki að hrófla við kerfinu, þannig að enn leika menn þar lausum hala.

Stjórn Bankastofnunar ríkisins er kannski besta dæmi um þessa óstjórn. Menn eru valdir í stjórninna án nokkurs aðhalds frá framkvæmda- og löggjafarvaldinu og fara sínu fram alveg óháð stefnu ríkisstjórnarinnar eða kröfum almennings.

Þetta gengur auðvitað ekki lengur. Það verður að tryggja að Bankasýslan taki upp eftir-hrunsvinnubrögð en hjakki ekki í gamla farinu - svo sem að ráða menn út á kunningjasamfélagið og ráða öllum málum á þeim nótum.

Almenningur verður sífellt þreyttari á vald- og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar. Fylgið hrynur af henni. Er nú svo komið að helstu hrunvaldarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, munu vinna yfirburðarsigur í næstu kosningum samkvæmt skoðanakönnunum.

Samt halda ráðherrarnir áfram að hvítþvo sjálfa sig og segjast ekki mega hafa pólitísk afskipti af fjármálageiranum. Það er þó nákvæmlega þetta sem kjósendur vilja - að ríkisstjórnin fari að stjórna landinu.

Vilja stjórnarflokkarnir frekar þurrkast út í næstu kosningum en að verða að þessum sanngjörnu kröfum?


mbl.is Ummælin ekki pólitísk afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Flestir stjórnmálamenn okkar sem setið hafa lengur en þetta kjörtímabil virðast slegnir einhverri blindu á ástandið.

Auðvitað gengur það ekki að sækja til starfa í uppbyggingu nýrrar bankastarfsemi menn sem unnu við pólitíska einkavinaæðingu gömlu bankanna. 

Þetta skilur þjóðin og andmælir kröftuglega.

En stjórnmálamennirnir virðast alls ekki skilja um hvað málið snýst og tala um alls óskylda hluti.

Hvaða sögu segir það okkur?

En auðvitað er það hárrétt ályktun hjá Árna Páli að ívitnuð ummæli eru alls ekki í anda pólitískra afskipta.

Þau eru einungis bergmál þjóðarumræðunnar og það er Alþingis og ríkisstjórnar að vinna úr því máli.

Árni Gunnarsson, 25.10.2011 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 455513

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband