31.10.2011 | 08:24
12% Norðmanna með aðild
Í ljósi samþykktar á landsfundi Vg er ljóst að aðild okkar Íslendinga að ESB er fjarlægur möguleiki.
Sama er að segja um Noreg. Alls eru 72% Norðmanna á móti aðild en aðeins 12% með, og fer andstaðan við aðild vaxandi. Meira að segja meðal Hægri flokksins, sem hefur aðild á stefnuskrá sinni, eru 65% þeirra sem kjósa flokkinn á móti aðild.
Er ekki kominn tími til að hætta þessum aðildarviðræðum?
Sömdu fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 136
- Frá upphafi: 458343
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 122
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef Vg er alvara með þessum orðum sínum þá slíta þeir samstarfinu strax og ættu reyndar að vera búnir að gera það fyrir löngu. Að þeir séu ekki búnir að því segir okkur hinum að það er ekkert að marka þennan flokk eða það sem kemur frá honum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.10.2011 kl. 08:37
Ég tek undir hvert orð hjá henni Ingibjörgu Guðrúnu Magnúsdóttur og auðvitað ætti að hætta þessum INNLIMUNARVIÐRÆÐUM strax.........................
Jóhann Elíasson, 31.10.2011 kl. 09:00
Sem betur fer snýst samstarfið um fleira en aðildarviðræður við ESB.
Og hvernig stjórn viljið þið í staðinnn, hrun-hrun stjórn Framsóknar og Sjálfstæðis? Þá held ég að verði fyrst kvartað á sumum bæjum!
Torfi Kristján Stefánsson, 31.10.2011 kl. 09:30
Það er mikið til í þeim orðum Lilju Mósesdóttur að það hefði verið æskilegast að SF og VG hefðu verið í stjórn saman á góðærisárunum rétt fyrir hrun, en aftur á móti Framsókn og Sjálfstæðisflokkur núna eftir hrun. Það er alveg ljóst ef menn vilja skoða það hlutlaust að margt væri öðru vísi hefði svo verið. Núverandi ríkisstjórn hefur fátt gott gert og sólundar tíma og fjármunum í gagnslausar ESB viðræður við Evrópusamband sem á nóg með eigin vandamál. Atvinnuleysisstefnan og ofurskattastefnan (sem er fyrst og fremst gæluverkefni VG eins og greinilega kom fram í orðum formannsins á landsfundinum) dýpkar kreppuna í stað þess að koma okkur út úr henni. Flokkarnir hafa enga atvinnustefnu, en alls konar hugmyndir um hvernig koma má í veg fyrir atvinnuuppbyggingu.
Jón Óskarsson, 31.10.2011 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.