Að hafa vit fyrir öðrum

Það er greinilegt að nú er verið að stunda lobbý-isma, svo neitun Bandaríkjamanna í Öryggisráðinu komi ekki eins illa út. Frakkar kusu nefnilega með umsókn Palestínu í Unesco um daginn! Afstaða Breta og Kolumbíumanna kemur hins vegar ekki á óvart (þó svo að vænta hefði að þeir síðarnefndu myndu greiða atkvæði gegn því eins og þeir gerðu hvað Unesco-málið varðaði).

En yfirlýsingar eins og þessi hjá Frökkum, eru einfaldlega hlægilegar í ljósi þess að stór meirihluti þjóða ætlar að kjósa með aðildarumsókn Palestínumanna. Frakkar vita sem sagt betur en þessi miklu meirihluti - og auðvitað miklu betur en Palestínumenn hvað þeim er fyrir bestu.

Hér kemur auðvitað í ljós hversu lýðræðið er í raun lítils virði í augum vestrænna stjórnmálamanna. Og það að eitt land geti beitt neitunarvaldi er auðvitað miklu frekar dæmi um einræði en lýðræði.

Nýlendustefnan lifir greinilega enn góðu lífi hér á Vesturlöndum.


mbl.is Frakkar ætla að sitja hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Alveg hárréttar lýsingar.  Lýðræðið er ekkert og Frakkar gera sig að fíflum.  Nokkrar vestrænar ríkisstjórnir standa þarna gegn fjölda annarra ríkisstjórna sem styðja Palestínustjórn.  Og með hrottunum í Ísraeslsstjórn.  Það er e-ð mikið bogið við stuðninginn við glæpi Ísraelsríkis. 

Elle_, 5.11.2011 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 455539

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband