8.11.2011 | 08:36
"óvenjulega"?
Fyrirgefið nöldrið en þetta orð "óvenjulega" kemur tvisvar fyrir í fréttinni; "óvenjulega hlýtt" og óvenjulega mikil hlýindi".
Ef blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina skyldi ekki vita það þá er málvenjan sú að tala (og skrifa) "óvenju hlýtt" og "óvenjumikil hlýindi".
Ætli það sé ekki kennd íslenska í skólum landsins, ekki einu sinni í fjölmiðlafræði?
Óvenjulega hlýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 16
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 265
- Frá upphafi: 459186
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 241
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fréttin byrjar ekki gæfulega: "Hitastig fór upp í 14 stig" í stað þess að segja: "Hiti fór upp í 14 stig."
Hvað fjölmiðlafræðina snertir eru gerðar miklar kröfur erlendis til kunnáttu fjölmiðlafólks í eigin móðurmáli og þykir sjálfsagt mál.
Hér á landi er annar bragur á og verður að færa það mest á reikning móðurmálskennslu á grunnskólastigi og á heimilum.
Erfitt getur reynst að kenna gömlum hundi að sitja en þó sést af setningunni "...hitastig fór upp í 14 stig" að svonefndur kansellístíll herjar á blaðamanninn/konuna, en hann grípur fólk eftir að það er komið á "æðra menntunarstig".
Ómar Ragnarsson, 8.11.2011 kl. 09:49
Má ekki allt eins segja að hér komi fram lélegur ritskilningur sem eigi rót að rekja til lélegs lesskilnings.
Unga kynslóðin er jú meira og minna hætt að lesa nútildags, svo það er skiljanlegt að slíkt komi niður á stílbrögðum hennar og málskilningi.
Torfi Kristján Stefánsson, 8.11.2011 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.