Minni líkur á árás

Svo virðist sem skýrsla IAEA í kvöld hafi dregið úr blikum á lofti um mögulega loftárásir á Íran.
Að mati sérfræðinga koma engar nýjar upplýsingar fram um hæfni Írana til að búa til kjarnorkuvopn.
Ísraelar eru meira að segja farnir að draga í land og segjast nú ætla að bíða í vikur, jafnvel mánuði, og sjá til hvernig auknar refsiaðgerðir gegn Íran á viðskiptasviðinu virki.
Menn segja meira að segja að þær refsiaðgerðir verði ekki strangar. Til dæmis verði útflutningur á olíu og gasi ekki takmarkaður (því vestræn ríki þurfa á þessu eldsneyti að halda)!
Herskáar yfirlýsingar Bandaríkjamanna, Breta og Ísraela virðist þannig einungis hafa verið stormur í vatnsglasi.
mbl.is Segjast engin kjarnavopn eiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Góð frétt um málið er á rúv-vefnum:

http://www.ruv.is/frett/iranar-sakadir-um-throun-kjarnavopna

Þar kemur m.a. fram að það (eina) nýja við þessa skýrslu er að "írönsk stjórnvöld hafi látið útbúa tölvulíkön sem einungis er hægt að nota til að líkja eftir kjarnorkusprengingum."

Þó er bent á að hvergi sé "sagt berum orðum að Íranir séu að smíða sprengju."

Torfi Kristján Stefánsson, 8.11.2011 kl. 21:51

2 Smámynd: Steini Bjarna

Þetta minnir á moldviðrið sem var þyrlað upp í aðdraganda innrásar í Írak og reyndist ekki flugufótur fyrir.

Ef einhver skynsamlegur vafi er á því hvort Íranir séu á leið með að þróa kjarnavopn er hægur vandinn að senda vopnaeftirlitsmenn SÞ á vettvang til að leita að þeim.  Þeir sýndu mikla fagmennsku í Írak sem því miður er ekki hægt að segja um Bandaríkjaher í kjölfarið.

Gjarnan mætti ganga lengra og senda vopnaeftirlitsmenn á sama tíma inn í Íran og Ísrael til að gera öll hugsanleg kjarnorkuvopn upptæk og lýsa í kjölfarið Mið-Austurlönd kjarnorkuvopnalaust svæði sem fylgt verður eftir af harðfylgi í báðum löndum.  Þeir sem hafa ekkert að fela hljóta að fagna því.

Steini Bjarna, 9.11.2011 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 42
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 459212

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 267
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband