Enn eitt bruðlið?

Þessa hátimbruðu hugmyndir minna á 2007. Það er spurning hvar eigi að fá peninga til þessara framkvæmda þegar lánsfé er af skornum skammti. 530 milljónir er ekki lítið fé.

Og ef litið er til ástandsins í Skálholti um þessar mundir, þegar búið er að segja upp öllum starfsmönnum skólans, og taprekstur á hótelrekstri og matsölu verið viðvarandi árum saman, þá er ansi hæpið að gera ráð fyrir að hægt sé að láta aðgangseyrinn greiða kostnaðinn við bygginguna.

Þá er margt í greinargerðinni sem orkar tvímælis. Sem dæmi má nefna fullyrðinguna um að íslensku miðaldakirkjurnar hafi verið stærstu kirkjur sinnar tegundar á Norðurlöndum, þ.e. stærstu timburkirkjurnar. Það er ekki merkilegt því dómkirkjurnar ytra og flestar helstu kirkjur aðrar, sem voru (og eru) margar hverjar mun stærri, voru steinkirkjur.

Þá má nefna að þegar Klængur Þorsteinsson lét byggja dómkirkju þá sem kennd er við hann (Klængskirkju) um 1150, þá var kirkjan sem fyrir var nýuppgerð eða fyrir 20 árum. Í Hungurvöku segir frá því að almenningi hafi blöskrað kostnaðurinn við kirkjubygginguna.

Við erum þannig ekki aðeins að upplifa nýtt 2007 í þessum hugmyndum, heldur næstum níu alda gamla bruðlsögu íslenskrar yfirstéttar. Það er jú dómkirkja fyrir á staðnum, tæplega 50 ára gömul!

 


mbl.is Timburdómkirkju í Skálholt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 455625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband