30 milljóna króna verk nú þegar ...

Já, það er nokkuð dapurlegt að hugsa til þess hvernig farið er með peninga landsmanna í þessum framkvæmdum. Skálholtsstofnunin sem slík hefur auðvitað lengi verið mjög kostnaðarsöm fyrir þjóðkirkjuna og ríkið. Skólinn hefur t.d. aldrei staðið undir sér og kirkjan (með aðstoð ríkisvaldsins) þurft að styrkja hann árlega um stórfé, Nú er svo komið að kirkjan hefur gefist upp á því og sagt upp öllu starfsfólki skólans.

Þá er búið að eyða 30 milljónum króna í torfhleðslu sem búið er að setja lögbann á - og er þannig líkast til peningar sem kastað var á glæ.

Rúsínan í pysluendanum er svo hinar hátimbruðu hugmyndir, sem verið var að leggja fram núna fyrir Kirkjuþing - og hafa eflaust þegar kostað stórfé -  um að reisa miðaldadómkirkju á staðnum!

Hún á "aðeins" að kosta  530 milljónir (sem er harla ólíklegt miðað við hvað torfhleðslan litla hefur þegar kostað) og reka sig sjálf án aðstoðar frá kirkju eða ríki.

Það er eins og mig minnir að þetta sama hafi verið sagt þegar Skálholtsskóli var byggður - og ekki síst þegar hann var stækkaður fyrir nokkrum árum! Framkvæmdirnar myndu borga sig upp á nokkrum árum.


mbl.is Ánægjuleg samverustund í Þorláksbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband