Er kirkjan að verða að veraldlegri stofnun?

Margt kirkjunnar fólk hefur barist fyrir því að minnka völd hinna "andlegu", prestanna, en auka völd hinna "veraldlegu", leikmannanna.

Nýsamþykkt ályktun á Kirkjuþingi um mikla fjölgun leikmanna við kosningar á biskupum eru dæmi um velheppnaða baráttu á þessu sviði.

Með þessari þróun má sjá aukna veraldarhyggju kirkjunnar eins og sjá má af ályktun Kirkjuráðs.

Nú á að "kanna alla þætti" hvað varðar möguleika á byggingu tilgátuhúss í Skálholti, eftirlíkingu miðaldadómkirkju, en án "skuldbindinga"! 

Svo virðist sem Kirkjuráð hafi allan tímann tekið virkan þátt í þessari hugmynd og stutt undirbúningsvinnu hennar, jafnvel með fjárstuðningi. Og nú á að halda áfram, væntanlega með (áframhaldandi?) fjárstuðningi, en með þeim varnagla að þjóðkirkjan skuldbindi sig ekki með þessu. Líklega er átt við að hún skuldbindi sig ekki til að tryggja að af framkvæmdinni verði.

Þetta brambolt Kirkjuráðs og Kirkjuþings er athyglisvert í ljósi þeirra fjárhagserfiðleika sem kirkjan er í um þessar mundir. Hún hefur gripið til mikils niðurskurðar, m.a. með fækkun prestakalla og afnám skóla í Skálholti.

Með þessum hugmyndum um aukna þáttöku í ferðamennsku má sjá tilhneigingu til að breyta kirkjunni. Andlega starfið dregst saman en gróðabraskið eykst.

Vel byrjar boðuð lýðræðisþróun kirkjunnar.


mbl.is Kanna alla þætti miðaldakirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 455615

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband