Rúinn trausti hjá fyrrum samherjum!

Já, Ólafur Ragnar hefur marga fjöruna sopið á ferlinum. Þessi stofnandi Samfylkingarinnar og fyrrum Alþýðubandalagsmaður hefur misst stóran hluta af grunnfylgi sínu og verður nú að styðjast við fyrrverandi höfuðandstæðinga sína í pólitík.

Þetta er reyndar mjög lógískt því forseti vor hefur verið hvað ákafastur allra í að styðja við útrásina og feta svo í fótspor þeirra að borga ekki skuldir sínar. Hann er þannig persónugervingur hins Ný-gamla Íslands þar sem viðskiptasiðferði var/er varla til og fólki finnst ekkert tiltökumál að stinga af frá óborguðum reikningum.

Það hefði í raun mátt sjá þetta ferli fyrir, en Ólafur Ragnar var einn fyrsti nútímastjórnmálamaðurinn til að færa ríkisfyrirtæki upp í hendurnar á athafnamönnum fyrir slikk (Þormóður rammi osfrv.). Hann ruddi þannig brautina fyrir Framsóknar- og Sjálfstæðismenn í einka(vina)væðingarferlinu - og þeir þakka honum það nú.

Vandinn fyrir Ólaf er hins vegar sá hversu stór hluti aðspurðra - og þar með þjóðarinnar - getur ekki hugsað sér hann sem forseta áfram. Það þýðir, ef Ólafur gefur enn á ný kost á sér sem forseti, að hann fær alvöru framboð á móti sér og háðar verða tvísýnar forsetakosningar. Yrði það þá í fyrsta sinn sem það gerist í sögu forsetaembættisins - og verður skráð í sögubækurnar.

Ég er ekki viss um að Ólafur hafi áhuga á slíku - en eftir síðara ICEsave-málið veit enginn hvers er að vænta frá honum.


mbl.is Meirihlutinn vill Ólaf Ragnar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rúinn trausti hjá fyrri samherjum???

Afhverju skyldi það nú vera? Jú, Hann er maður sem ekki "lýgur"

dag út og dag inn. Hann er sterkur karakter, og það þurfa forsetar að vera. Hann er afburða gáfaður. Það geta hænsnin á vinstri vængnum ekki stært sig af.

Og að síðustu, hvaða einstaklingur getur fellt Ólaf Ragnar í kjöri til forseta. Svavar Gestsson, eða Össur Skarphéðinsson??

Torfi stundum verður að hugsa til enda. Maður kemur í manns stað,

satt er það. En íslendingar eiga ekki þann mann í dag sem getur tekið á málum eins og Ólafur Ragnar.

Svo vil ég að endingu benda þér á það Torfi. Þar sem þú segir

að Ólafur Ragnar hafi ekki áhuga á tvísýnni kosningu.

Hann hefur aldrei verið talinn huglaus maður. Eins og þú sagðir réttilega marga fjöruna sopið. Það eina sem er rétt í greininni.

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 09:03

2 identicon

Algjörlega sammála Jóhönnu. Það er ekki til neinn einstaklingur í dag sem gæti tekið við þessu embætti. Enda eini maðurinn sem hefur staðið með þjóð sinni og það í tvígang. Man ekki eftir neinum öðrum gera það af þessu hyski sem við höfum í póliyík í dag.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 09:14

3 identicon

Það hefur hingað til ekki talist nauðsynlegt að forsetaframbjóðandi væri pólitíkus, hvorki virkur eða fyrrverandi.

Dagný (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 10:21

4 identicon

Dagný

Það er ekki alveg rétt hjá þér að engin nauðsyn að forseti sé

pólitíkus. En hvað er ekki pólutík? Menning, menntun,fjármál og heilsa allt þetta er pólitík hvort sem maður vill eða ekki.

Maður verður að hafa skoðanir á hlutum ef viðkomandi býður sig til forseta. Fólkið í landinu á rétt að vita hvaða skoðanir frambjóðandi hefur til málanna að leggja.

Og ef persónan sem býður sig fram hefur engar skoðanir,jaaa, þá trúi ég ekki því að hún nái kjöri.

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 10:45

5 identicon

Jóhanna! Nú skil ég ekki alveg!!!  auðvitað er pólitík í öllu, en hingað til hefur skilgreiningin eftir (því sem ég best veit) verið sú að þeir sem vinna við stjórnmál séu pólitíkusar. Það er ekkert skilyrði að vera pólitíkus til þess að hafa skoðanir. Ég þekki fullt af fólki sem hefur skoðanir, meira að segja skoðanir með viti, sem hefur aldrei starfað í pólitík.

Dagný (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 11:07

6 identicon

Dagný!

Jú, það sem ég meina er það,

einstaklingur sem býður sig fram til forseta verður að vera meðvitaður um pólitík. Ég var ekki endilega að meina núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn. Það að ég nefndi Svavar eða Össur var nú bara að benda á breiddina í gæðum stjórnmálamanna á Íslandi.

En pólitíkin verður að vera í huga hjá æðsta manni/konu þjóðarinnar,

þar hljótum við að vera sammála??? Svo þetta fólk sem hefur vit á pólitík sem þú þekkir, í guðanna bænum segðu þessu fólki að fara að starfa. Svo þessir vesalingar sem sitja við stjórnborðið verði að leita á önnur mið.

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 12:07

7 identicon

Ok Jóhanna, nú skil ég þig betur. Upphaflega innleggið mitt var meira miðað við athugasemd nr. 2 en þína.

Það þarf ekki að vera pólitíkus til að gera gagn í þjóðfélaginu, ég er t.d. á því að góður kennari (Herdís Egilsdóttir o.fl.) geri meira gagn með því að kenna börnum að hugsa sjálfstætt og bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, en nokkur pólitíkus sem ég man eftir í svipinn.

Sú manneskja sem býður sig fram til forseta þarf að hafa ýmsa kosti, að vera eða hafa verið stjórnmálamaður, þarf ekki að vinna gegn viðkomandi, en það getur heldur ekki verið skilyrði fyrir því að viðkomandi geti orðið forseti.

Dagný (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 13:29

8 identicon

Dagný!

Hjartanlega sammála. Kveðja

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 14:33

9 Smámynd: Elle_

Pistillinn er ótrúlega öfugsnúinn og í alvöru ekki svaraverður nema til að verja forsetann, eitt sterkasta stjórnmálaafl landsins.   Hann gat ekkert vitað einu sinni neitt frekar en við hin að verið væri að ræna bankana að innan. 

Forsetinn stóð gegn kúgun og ofbeldi Jóhönnu og co. og með þjóðinni.  Hann hefur stuðning og hann mun ég kjósa gefi hann tækifæri á því, örugglega.  Og ég er ekki í Framsókn eða Sjálfstæðisflokknum. 

Nákvæmlega hvaða ´skuldir´ ertu að tala um sem forsetinn á að vera að stinga af frá?  Getur það verið að þú meinir ICESAVE, kúgunarsamning Jóhönnu og co. og Steingríms??   

Ríkisábyrgð á ICESAVE var  ÓLÖGVARIN krafa 2ja evrópskra ríkisstjórna með dyggum stuðningi Evrópusambandsins fjárspillta.  Og örugglega ekki okkar skuld.

Nánast allur heimurinn skilur þetta nema nokkrir sambandssinnar sem heimtuðu að níðst yrði á ísl. skattgreiðendum fyrir evrópsk heimsveldi sem Jóhanna og co. vildu alls ekki styggja.  Við eigum ekki að borga fyrir annarra manna glæfraskap eða stjórþjófnað.

Elle_, 24.11.2011 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband