25.11.2011 | 13:07
Að standa í lappirnar!
Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Einhver sem þorir að standa í lappirnar og ekki vera meðvirkur.
Illur fengur, illa forgengur, segir einhvers staðar - og hætt er við að svo eigi einnig við hér.
Það liggur ekkert fyrir nema einhverjar skýjaborgir, af hverju Kínverjinn ætla að kaupa allt þess land fyrir 1 milljarð - og fjármagna fyrir allt að 23 milljörðum!
Hætt er við að að baki eru fyrirhuguð afnot af vatnsréttindum jarðarinnar, svo sem virkjunarhugmyndir á Jökulsá á Fjöllum og fleira þessháttar.
Með að leyfa slíkt þá hefði þegar verið gengið gegn samþykkt ríkisstjórnarinnar um að selja ekki auðlindir þjóðarinnar til útlendinga.
Þess vegna er afstaða afla innan Samfylkingarinnar mjög svo sérkennileg, og gengur þvert á samstarfsgrundvöll ríkisstjórnarinnar (svo sem málefni HS Orku). Vonandi hafa þessi öfl vit á því að halda sér á mottunni og sýna samstarfsflokknum virðingu - virða rétt ráðherra til að ráða þessum málum.
Það er orðið nokkuð hlálegt að upplifa það ítrekað, að helstu stjórnarandstæðinga þessarar stjórnar sé að finna í öðrum stjórnarflokknum.
Beiðni Huangs synjað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann Huang ætlaði að afsala sér vatnsréttsnýtinguna.. þannig að þú ert að bulla.
Sleggjan og Hvellurinn, 25.11.2011 kl. 13:18
Sleggjan og Hvellurinn þurfa að athuga að skv. lögum er ekki hægt að skilja hlunnindi eða önnur réttindi frá bújörðum á Íslandi. Þannig að þótt Huang hafi sagst ætla að afsala sér vatnsréttindum er það í fyrsta lagi vita ólöglegt og þar að auki geta menn sagt allan andskotann á meðan þeir þurfa ekki að standa við það sbr. öll loforð ríkisstjórnarinnar fyrir kosningar.
corvus corax, 25.11.2011 kl. 13:29
Hvað með loforð þessarar stjórnar Corvus ?
Skjaldborg.. nú eða að VG ætlaði EKKI í ESB ?
Ef samið er um hluti þá standast þeir lög.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 13:35
Það semur enginn um eitt né neitt utan við þau lög sem hafa verið sett um samningsefnið Birgir.
Svo einfalt er nú það.
Og svo sannarlega er gott til þess að vita að nú eigum við ráðherra sem ekki lætur segja sér fyrir verkum eða stýra sér með hótunum.
Svo má minna á að hamm var hvers manns hugljúfi í samskiptum sá hollenski? sem keypti náttúruperluna Heiði í Mýrdal.
Lengi vel.
Spyrjið Mýrdælinga um samskiptin við hann í dag!
Árni Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 13:54
Ég er afskaplega ánægð með þessa ákvörðun Ögmundar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2011 kl. 14:10
Svolítið einkennilegt skeyti frá Birgi G. Ef samningar brjóta í bága við lög eru þeir ómerkir, ógildir og marklausir með öllu. Það er ekki hægt að gera samninga um hluti til að fara framhjá lögunum, þá væri tilgangslaust að setja lög yfirleitt.
corvus corax, 25.11.2011 kl. 14:12
Ég er mjög á báðum áttum í þessu máli. Hinsvegar sé ég nú hverjir fagna þessu mest, það eru alkunnir þjóðernisrugludallar, framsóknarskríll og lið sem áður tilheyrði hinum léttfasíska frjálslynsa flokki eins og Cesil. Dreg ég þá ályktun að niðurstaða Ögmundar hlýtur að vera röng - enda væru það útaf fyrir sig tímamót ef sá maður gerði eitthvað af viti.
Óskar, 25.11.2011 kl. 14:23
Fallega sagt Óskar. Þú sýnir svo sannarlega innra eðli með þessu innleggi. Og ekki síður að þú lætur aðra algjörlega hafa áhrif á skoðanir þínar. Þvílíkt lítilmenni, segi nú bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2011 kl. 14:39
Sæll; Torfi Kristján - sem og aðrir gestir, þínir !
Nafni minn (Haraldsson) !
Í; athugasemd þinni, (nr. 7), ferð þú út yfir ÖLL siðferðileg, sem kurteisisleg mörk, í andstyggilegri framkomu þinni, gagnvart Ásthildi Cesil, einni mætustu konu, í okkar samtíma.
Þau hjónin; Elías og hún, eru nú ekki meiri kynþátta hatarar en það, að þau hafa tekið upp á sína eykt, af drengskap og ræktarsemi, unga stúlku, frá sunnanverðri Heimsálfu okkar, Ameríku og er hún, sem ein af þeirra fjölskyldu fölskvalaust, drengur.
Jú; jú, löngum fylgdi ég, hinni kunnu og atorkumiklu Sjóhunda- og þunga vigtarsveit, þeirra Guðjóns Arnars að málum, en leiðir skildu, þar sem þau vilja áframhaldandi framgang lýðræðisins - ég aftur á móti; einræði - eða fáræði fárra, svo sem.
Löngum; var ég þjóðernissinni að upplagi, en hefi nú hneigst æ meir, til Alþjóðahyggjunnar - með samskipti við Argentínu í suðri / sem og Mongólíu í austri, til dæmis,en ekki viljað hengja minn klakk, á Evrópska nýlenduvelda bandalagið, að óverðskulduðu, miðað við allt hið illa, sem það stendur fyrir, gott fólk.
Nafni ! Bið þú Ásthildi Cesil afsökunar; á þínum illa skætingi, í hennar garð, og munt þú meiri maður teljast, þar af, ágæti drengur.
Með; hinum beztu kveðjum; úr Árnesþingi, utanverðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 14:56
Nafni ég veit ekki hverju ég ætti að biðjast afsökunar á. Það vita allir hvaða skoðanir rúmuðust innan frjálslynda flokksins á innflytjendum, í þeirra augum voru þetta bara ræningjar og nauðgarar. Ég veit ekki betur en að Cesil hafi starfað í þessum flokki á þeim tíma. Að öðru leiti koma mér fjölskylduhagir hennar ekkert við.
En það er alveg dæmigert að í þessu máli fagna allir þjóðernissinnar enda vilja þeir helst ekkert útlenskt sjá hér. - Það vill að sjálfsögðu enga erlenda fjárfestingu, vill viðhalda kreppunni út i hið óendanlega svo unga fólkið gefst upp og fer úr landi.
Þetta eru klárlega afkomendur bændanna sem á sínum tíma vildu alls ekki fá síma í sveitir landsins. Algjörlega aftan úr grárri forneskju þetta fólk. Sennilega skemmtir það sér við langspil og rímur á kvöldin.
Óskar, 25.11.2011 kl. 15:32
Algjörlega sammála hverju orði sem að þú bloggar.
Þetta sýnir að ennþá finnast einstaklingar með fullu viti á alþingi.
Jóhanna (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 15:56
Komið þið sæl; að nýju !
Nafni minn (Haraldsson) !
Vera má; að þér finnist lítt til koma, frásaga mín, af veglyndi Ásthildar Cesil, og hennar ágæta eiginmanns, sem ég gat um, hér; að ofan.
Það er þá; þinn luntur, sem þú verður að eiga, við þig sjálfan.
En eftir stendur; að hvað svo sem ýmsum þókti / og þykir, innan Frjálslynda flokksins, um uppruna fólks, sem hingað hefir komið gegnum tíðina, að þá veit ég, að hinn innri maður, hvers og eins, hefir skipt máli, í huga Ásthildar - ekki húðlitur eða aðrir þættir, í fari viðkomandi, svo mikið, er þó víst.
Ranglega; vitnar þú til mótstöðu Bænda, gagnvart Símanum - þeir vildu jú, Ritsímann, á sínum tíma (sérlega góð reynsla; hinna kunnu Marconi skeyta, hafa ráðið þar einhverju um), ekki Talsímann, neitt endilega, þeir vildu bíða, með komu hans, misminni mig ekki.
Þá; eru viðhorf þín til þjóðernissinna all bjöguð, nafni. Flestir þeirra, sem ég hefi haft kynni af, hafa einmitt kosið víðfeðm samskipti, við Heiminn allan, ekki bara litla Evrópu skagann, svo fram komi, einnig.
En; þar sem ég telst til Alþjóðasinna vera, þekki ég ekki, nýjustu viðhorf þjóðernissinna, neitt sérstaklega.
Og mundu; þú stæðir skör ofar, bæðir þú Ásthildi Cesil afsökunar, á illa grunduðum snuprum þínum, nafni.
Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri, öngvu; að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 16:01
Ég tek undir með Hrafninum að það lá ekkert borðleggjandi fyrir um að "hann Huang" ætlaði að afsala sér vatnsnýtingarrétti. Þetta var haft eftir honum í einhverri fyrstu fréttinni af málinu en svo aldrei meir.
Ég hef ekki undir höndum beiðni hans, ekki frekar en aðrir, svo ég veit ekkert um hvort hann hafi haldið þessu til streitu eða ekki. Ég veit ekki heldur hversu víðtækt þetta hugtak er. Því er tómt mál að tala um eitthvað afsal á réttindum.
Svo tek ég undir með Ásthildi og Óskari Helga um þennan "Óskar". Ef hann heldur að það sé eitthvað nýmóðis að selja landið sitt þá hefur hann greinilega dagað uppi í 2007-móralnum.
Vonandi leyfum við engar þær erlendu fjárfestingar sem felast fyrst og fremst í því að mergsjúa landið og færa nær allan gróðann út úr landinu.
Auk þess er staðan fín hér á landi sama hvað íhaldið, og rakki þeirra Framsókn, vælir. Allt stefnir í rétta átt, ágætum hagvexti spáð og fjárhagslegri endurskipulagningu þjóðarbúsins að ljúka.
Vonandi kemst hin spillta hægri klíka aldrei aftur til valda, en spilling hennar kristallast nú í fréttum af svikamyllu Bjögúlfsfeðganna í Eystrasaltslöndunum - og stuðningi hægri stjórnarinnar hér við allt það svindl.
Torfi Kristján Stefánsson, 25.11.2011 kl. 16:10
Óskar þetta er einfaldlega lygi. Ég kref þig um að sanna mál þitt. Sýndu mér eitthvað´í stefnuskrá flokksins sem telja má sem rasisma eða útlendingahatur. Þó einstakir menn sem komu inn í flokkinn á sínum tíma hafi haft slíkar skoðanir, þá var þeim ýtt út í kuldan aftur. Og hvað varðar Guðjón Arnar þá er sá ágæti maður kvæntur pólskri konu og hefur tekið að sér börn hennar sem hún átti áður. Þú ættir að gæta tungu þinnar. 'Eg krefst þess að þú komir með rök.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2011 kl. 16:12
Cesil - Guðjón Arnar var eini maðurinn í frjálslynda flokknum sem ég hafði mætur á. Hann var aldrei hlyntur þessu útlendingahatri sem Magnús Þ.H. og fleiri innleiddu. Honum var líka svo gott sem bolað í burtu. Ég kannast ekki við að þessum mönnum hafi verið ýtt út í kuldann, flokkurinn einfaldlega dó með þeim enda sem betur fer frekar lítið fylgi við svona skoðanir hér á landi. Rasisminn birtist ekki í stefnuskrá flokksins, heldur orðum og yfirlýsingum áhrifamikilla manna innan hans. Þú veist alveg nákvæmlega hvað ég er að tala um nema þú hafi minni á við húsflugu.
Óskar, 25.11.2011 kl. 16:52
Nei það er ekki rétt hjá þér. FLokkurinn er ennþá starfandi, þó hann hafi dottið út af þingi. En þessir menn fóru eftir síðasta landsfund, þar sem þeirra áhrifa var ekki óskað, einmitt vegna stefnu þeirra í ýmsum málum. Þeir ruku út í fússi. En Frjálslyndiflokkurinn lifir góðu lífi og er núna í góðri samvinnu við grasrótarsamtök Íslands, og þau hafa verið virk í mótmælum og ýmsum aðgerðum bæðí á AUsturvelli og annarsstaðar ásamt fleira góðu fólki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.