29.11.2011 | 08:40
Tvö sprengitilræði í Íran ástæðan?
Í nótt varð sprenging í kjarnorkuveri í Íran en ekki er vitað um skemmdir eða manntjón.
Frétt þessa efnis voru fyrst birtar í írönskum netmiðlum en voru fjarlægðar þegar ísraelskir fjölmiðlar fóru að fjalla um málið. Nær öruggt er talað að um skemmdarverk hafi verið að ræða og þarf þá ekki að leita langt til að finna sökudólginn. Að minnsta kosti var Hisbolahsamtökin viss í sinni sök þegar hún gerði skotárásina yfir á einskismannsland í Ísrael.
Fyrir nokkrum dögum hafði annað sprengutilræði átt sér stað, en þá varð mikil sprenging í hátæknivopnabúri Írana og yfirmaður þeirra mála í Íran lést.
Mossad, leyniþjónusta Ísraels, er greinilega að vinna sitt verk.
Flugskeytum skotið á Ísrael | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 20
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 458471
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
einskismannsland ??? Hvaða land er það?
Ertu virkilega svona vankunnandi um staðhætti að kalla Galílegu, eitt þéttbýlasta landbúnaðarhérað Ísraels "einskismannsland"? Eða gerir þú þig að talsmanni Hesbolla samtakanna?
Torfi minn, kynntu þér málin betur!
kveðja
Snorri í Betal
Snorri (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 11:33
Ég þekki þessi mál ágætlega Snorri minn, og fræðilega eflaust mun betur en þú!
Skotárásirnar yfir landamærin ollu engu tjón, ekki frekar en venjulega. En fasismi Ísraela er yfirleitt samur við sig. Hefna skal margfalt fyrir meint ódæði óvinarins.
Finnst þér það kristilegt kæri Snorri minn í Betel, í ljósi orða Krists um að rétta hina kinnina eða sættast við mótstöðumanninn meðan hann er á veginum með þér?
Eða ert þú eins og flestir þínir líkar, frekar farisei og gyðingur en kristinn?
Torfi Kristján Stefánsson, 29.11.2011 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.