Kotroskin kona!

Þetta er nú nokkuð stórt tekið upp í sig.

Svíar munu t.d. ekki samþykkja þetta og varla Tékkar heldur.

Þá eru Danir á báðum áttum og er nú krafist þjóðaratkvæðagreiðslu af tveimur flokkanna sem eiga sæti á danska þinginu.

Málið er fyrst og fremst hversu harkalegar þessa aðgerðir eru. 0,5% halli í mesta lagi gerir löndunum mjög erfitt fyrir þegar illa árar - og takmarkar mjög möguleika þeirra til að vinna sig út úr vandanum smátt og smátt. Skilyrðin nú eru mun stranfgari en við Maastrichtsamkomulagið, sem Danir og Bretar standa enn fyrir utan.

Þá er ljóst að þetta bitnar mest á manninum á götunni, velferðarkerfinu það er að segja. Hér er auk þess aðeins tekjist á við vanda þess opinbera en einkageirinn fær frjálsar hendur eins og venjulega. 

Hér er þannig enn einu sinni verið að bjarga bönkunum með því að fórna almenningi.

Fyrir Ísland þýðir þetta að það verður mun erfiðara að komast inn í evru-samstarfið því þetta 0,5% gildir einnig fyrir nýja meðlimi. 

Þá verður tekið alvarlegar á skuldum þjóðarbúsins, sem gerir okkur enn erfiðar fyrir að komast inn.

Draumur Samfylkingarinnar um að komast inn í evrusamstarfið verður enn fjarlægari við þessi tíðindi.


mbl.is ESB sameinað en Bretar ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hér er þráður á innihald samkomulagsins:

http://www.consilium.europa.eu/uedocs/cms_Data/docs/pressdata/en/ec/126657.pdf

Torfi Kristján Stefánsson, 9.12.2011 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband