Já það er svo undarlegt ...

Verkalýðshreyfingin er í síauknum mæli að hverfa frá uppruna sínum sem er að standa vörð um hagmuni meðlima sinna. Hún er að verða sífellt stærra pólitískt þrýstiafl í samfélaginu sem gætir fyrst og fremst meinta hagsmuna hennar sem stofnunar.

Þar vegur þyngst aðkoma verkalýðshreyfningarinnar að lífeyrissjóðakerfinu sem hefur stóraukið samvinnu og samstarf við gamla erkifjandann, atvinnurekendurna.

Þetta sjáum við vel á viðbrögðum einstakra forystumanna hennar við fyrirhuguðu skattlagningu á lífeyrissjóðunum. Það má alls ekki en þeir mega hins vegar braska athugasemdalaust með fé sjóðsfélaga í alls kyns hæpnum fjárfestingum.

Afstaðan til evrunar er annað gott dæmi um þetta en þar uverkalýðshreyfingin og Samfylkingin samferða.

Þrátt fyrir allan þann óskunda sem evran hefur leitt fyrir smærri þjóðir ESB, eins og Grikkland og Ísland, þá vilja kratarnir hér heima endilega lenda í sömu súpunni.

Og það þrátt fyrir að aðstæðurnar versni bara. Nú verður ekki lengur hægt að bregðast við aðstandandi vanda hvers ríkis fyrir sig með skyndilausnum, eins og þeim sem við Íslendingar höfum verið að gera með góðum árangri upp á síðkastið, heldur skal allt verða niðurnjörfað og ákveðið í Þýskalandi.

Evrópusambandið verður eftir nýjasta samkomulag að eins konar sambandsríki þar sem allt verður ákveðið af stórþjóðunum. Norðurlöndin eru ekki hrifin af þessari germaniseringu en forseti ASÍ veit betur!

 


mbl.is Undarleg tímasetning ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er atvinnurekandi. Er ég þá erkifjandi þinn?

Svo er ASI að verja ellilífeyrisþegar varðandi lífeyrissjóðsmálið. Ekki atvinnurekendur.

Fylgist þú ekkert með drengur?

Sleggjan og Hvellurinn, 11.12.2011 kl. 17:56

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Jæja, er það svo?

Af hverju varði ASÍ þá ekki ellilífeyrisþega fyrir Hrun (og svo sem enn) þegar lífeyrissjóðirnir voru að fjárfesta í hinum ólíklegustu sjóðum út um allan heim? Þar töpuðu þeir amk 20% af eignum sínum, en ASÍ hefur ekkert sagt við því. Engin rannsókn, ekki neitt.

Hver vegna ekki? Jú, vegna þess að verkalýðshreyfingin tók fullan þátt í þessu fjárhættuspili - og hefur aldrei beðist afsökunar á því.

Nei, verkalýðshreyfingin er orðin erkifjandi umbjóðenda sinna, rétt eins og atvinnurekendur eru almenningi.

Torfi Kristján Stefánsson, 11.12.2011 kl. 18:21

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ASI hefur ekki völd yfir lífeyrissjóðunum.

Lífeyrissjóðirnir höguðu sér einsog í Las Vegas. Það var hræðilegt að horfa uppá þetta.

En það er ekki við ASI að sakast... heldur lífeyrissjóðina.

Ekki hengja bakara fyrir smið.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.12.2011 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband