Nú reynir á Oddnýju!

Athyglisvert er að heyra í hinum nýja fjármálaráðherra um hið hefðbundna væl í ASÍ-forystunni. Mjög alvarlegt mál segir Oddny og á þá við kvartanir Gylfa og félaga m.a. vegna aukinnar skattlagninu á lífeyrissjóðina.

Það er nokkuð fyndið að sjá fullyrðingu Gylfa um að þetta "eru atriði sem eru mjög sár og snerta þá félaga okkar sem bera minnst úr býtum."

Aukin skattlagning lífeyrissjóðanna þýðir það eitt að þeir hafa ekki alveg eins mikla peninga til að kaupa upp fyrirtæki hér á landi - né erlendis þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin.

Þá er einnig merkilegt að ASÍ standi gegn því að mjög illa staddur ríkissjóður fái aukna fjármuni til að halda upp velferðarkerfinu (nú kvarta t.d. Norðfirðingar stórum yfir minni fjárveitingum til spítalans þeirra).

Það er af sem áður var þegar verkalýðshreyfingin var helsti málsvari velferðarkerfisins. Nú er hún orðinn helsti málsvari brasksins.

Vonandi fellur Oddný ekki fyrir vælinu. Hætt er þá við að Steingrímur og VG fari að sjá eftir fjármálaráðuneytinu.

 


mbl.is Forsendubrestur í samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 455555

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband