8.1.2012 | 18:51
Hver er fúskarinn?
Þessi tilraun Jón Þ. Heiðarssonar til að sverta Pálma Kristinsson og faglega hæfni hans er nokkuð hláleg.
Fyrir það fyrsta er athugasemd Jóns misvísandi og setur spurningarmerki við hæfileika hans til að túlka texta. Ekki meira um það núna.
Hitt er alvarlegra að fræðimennska Jóns sjálfs er ekkert sérstaklega burðug. Ekki veit ég hvort það sé rétt að maðurinn sé lektor við HA, eins og sagt var í kvöldfréttum RÚV, en ef svo er þá sýnir það að skólinn getur varla talist á háskólastigi. Maðurinn er nefnilega aðeins með masterspróf í sinni grein en yfirleitt eru gerðar kröfur til doktorsgráðu við kennslu á háskólastigi.
Að auki má benda á að HA er þekkt fyrir að gera skýrslur eftir pöntunum, ekki síst þessi rannsóknar- og þróunarmiðstöð innan skólans. Hefur Jón þessi verið drúgur við að koma að slíkri vinnu, svo sem skýrslu um samfélagsleg áhrif álversins á Reyðarfirði.
Þar spáði hópur sérfræðinga hjá HA, þar á meðal Jón Þ. Heiðarsson, að álverið myndi hafa mjög jákvæð á hrif á húsnæðismarkaðinn á Austurlandi.
Með þá skýrslu að leiðarljósi hófu Austfirðingar að byggja íbúðahúsnæði í gríð og erg - og sitja nú uppi með stórskuldir vegna óseldra íbúða.
Ég gæti trúað að skýrsla Jóns Þorvalds nú sé sömu mörkum brennd, gerð fyrir stóriðjusinna og "athafna"menn, og lítið gert úr áhættunni sem af framkvæmdunum fylgir né að það verði skattgreiðendur sem borgi brúsann að lokum.
Já. Háskólinn á Akureyri tekur fullan þátt í stóriðjudraumum Suður-Þingeyinga, rétt eins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.
Og þá gefa menn skít í allt sem heitir siðferði og samfélagslega ábyrgð.
Segir rangt farið með tilvitnanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já og nú er búið að upplýsa að skýrsla hans (mastersritgerðin) um Vaðlaheiðargöngin hafi verið kostuð af fyrirtækinu sem ætlar að bora göngin!!
Talandi um fagleg, akademísk (óháð) vinnubrögð.
Torfi Kristján Stefánsson, 8.1.2012 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.