Villandi myndbirting - og frétt

Það er ljóst að Mogginn og íhaldið er að reyna að láta líta svo út að Álfheiður og fleiri þingmenn (Steingrímur t.d.) hafi verið að hvetja til árása á lögregluna, eins og ætla mátti einnig af fyrstu fréttum af Geiri Jóni.

Það er hins vegar tvennt ólíkt að vera fylgjandi mótmælunum sem slíkum, sem Vinstri grænir voru auðvitað, eða verið fylgjandi ofbeldi gagnvart lögreglunni. "Hvatning" Álfheiðar, ef einhver var, beindist að þeim mótmælendum sem fóru bak við alþingishúsið og inn í alþingisgarðinn til að trufla þinghaldið.

Þar var ekki ráðist á neina löggu, heldur þvert á móti. Það var lögreglan sem réðist á mótmælendur, handjárnaði þá, "meisaði" þá og fótbraut einn nærstaddan af einskærum fautaskap.

Ef það ætti að rannsaka framferði einhvers, þá er það framferði sérsveitarmanna lögreglunnar í alþingisgarðinum og í kringum viðbyggingu alþingis þennan dag.


mbl.is Brosti og hvatti fólk áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 39
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 455478

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband