Villandi fréttaflutningur af mótinu

Ekkert kemur fram um árangur stigahæstu íslensku keppendanna nema Bara Þorfinnsonar. Ástæðan er einföld. Hann vann jú en hinir töpuðu.
Það var annars fátt um fína drætti hjá Íslendingununm sem voru að tefla á efri borðunum, nema hjá Braga.

Héðinn tapaði t.d. illa með hvítu fyrir 2422-stiga manni, lét véla af sér skiptamun og tvö peð í mun betri stöðu og hafði áður haft alveg gjörunna stöðu.
Björn tapaði í endatafli gegn Kryvoroscho þar sem hann hefði getað varist mun betur.

Þröstur gerði þó jafntefli með svörtu við Simon Williams í baráttuskák.
Þá unnu íslensku stórmeistararnir Hannes Hlífar og Henrik gegn stigalægri löndum sínum, Hannes gegn Guðmundi Kjartans (sem tefldi vægast sagt illa) og Henrik gegn Robba (sem lék skyndilega af sér skiptamun og gafst upp!).

Nú er farið að teygjast á listanum og Íslendingarnir farnir að dragast aftur úr. Bragi Þorfinns er sá eini sem er þokkalega ofarlega, í 5. sæti með fjóran og hálfan vinning. Stefán Kristjáns er reyndar þarna í humátt á eftir honum eða í 9. sæti með fjóra vinninga. Hjörvar er í 15. sæti einnig með fjóra vinninga.
Hannes og Henrik eru í 18. og 20. sæti með fjóra vinninga og Þröstur í 26. með þrjá og hálfan vinning.

Þá er Sigurður Daði að þokast upp á við. Hann er í 31. sæti með þrjá og hálfan vinning.
Langt er svo í næstu menn. Lenka er í 45. sæti með þrjá og hálfan vinning og Héðinn er fallinn niður í 49. sæti með þrjá vinninga. Guðmundur Kj., Róbert og Björn Þorfinns eru fallnir niður í 58.-60 sæti. Aðrir eru með svipaðan árangur eða slakari.

Þetta fer að líkjast fyrri mótum. Einstaka Íslendingur nær upp undir toppinn stutta stund en fellur svo niður, meðan aðrir sitja fastir í neðri helmingnum, hirðandi punkta af hver öðrum – og litlar sem engar vonir um áfanga.
Og þetta borgar Skáksambandið stóra upphæð fyrir - til að láta útlendingana rassskella innlenda skákmenn.


mbl.is Sigurganga Braga heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband