Skrítin frétt

Allt þykir nú fréttnæmt í dag, ekki síst ef fjallað er um það hve við Íslendingar erum einstök þjóð!
Þá er skrítið að hægt sé að sjá það af mannvistarleifum að íbúarnir hafi verið íhaldssamir! Kannski má segja að einmitt íhaldssemin, sjálsþurftarbúskapurinn, hafi gert höggin svona stór og alvarleg.

Þá eru hörmungarnar á Íslandi á 15. öld ekkert sérstakar fyrir Ísland. Pestin mikla, Svarti dauði, geisaði um alla Evrópu en að vísu fyrr eða á 14. öld.
Ekki veit ég hvort þjóðirnar hafi verið fljótar eða lengi að jafna sig eftir þær hörmungar - og hvort við höfum verið eitthvað fyrr til en þær. Til þess þarf auðvitað mjög viðamiklar rannsóknir sem ég efast um að hafi verið gerðar.

Annars má auðvitað spyrja sig hvort trúin hafi ekki hjálpað mönnum til að komast yfir áföll sem þessi. Það má eflaust rökstyðja það hvað 18. öldina varðar. Þá átti þjóðin trúarlegar bókmenntir sem fjölluðu einmitt um píslir og mótgang. Bænir, sálma, hugvekjurit osfrv.
Bara með því að glugga í heiti þessar bóka - og í efni bænanna - má sjá að þær fjalla meira og minna um huggun í "krossi og mótgangi" eins og iðulega kemur fram í titlum og yfirskrifum.

Því er nær að segja að trúin, ekki íhaldsemin, hafi bjargað íslenskri þjóð - sem og öðrum þjóðum - rétt eins og hún kemur ánauðugum þjóðum í Miðausturlöndum til bjargar nú.


mbl.is Íhaldssemi bjargaði Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 455515

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband