6.5.2012 | 22:57
Aðeins kostnaður við deiliskipulag?
Þetta mál er sannast sagna nokkuð sérkennilegt þar sem þjóðkirkjan (Kirkjuráð) virðist nú þegar vera búin að samþykkja byggingu miðaldakirkjunnar (með kostun deiliskipulagsins) áður en nokkur raunveruleg úttekt hefur farið fram um mögulegan rekstrargrundvöll slíkrar stofnunar, né leitað álits skipulagsfræðinga um áhrif slíks mannvirkis á ásýnd staðarins.
Auk þess virðist hanga meira á spýtunni en einungis bygging miðaldakirkju (sem er auðvitað jafn mikið stílrof við Skálholtsstað og bygging Þorláksbúðar er).
Einnig er verið að athuga sameiginlega rekstur miðaldakirkjunnar og "veraldlegrar" starfsemi í Skálholti (án þess að skilgreint sé nánar hvað átt sé við veraldlega starfsemi) og um "myndun sjálfseignarstofnunar um eignarhald kirkjunnar" (sbr samþykkt Kirkjuráðs frá 25. apríl sl.).
Hér eru greinilega á ferð hugmyndir um aðkomu þjóðkirkjunnar á fleiri sviðum en aðeins við gerð deiliskipulags. Er þá nærtækast að halda að Skálholtsskóli verði framlag þjóðkirkjunnar til þessarar sjálfseignarstofnunar (þ.e. sé sú veraldlega starfsemi sem talað er um).
Þá má nefna það að öll er þessi samþykkt á skjön við það sem áður hefur verið rætt um varðandi endurskipulagningu starfsins í Skálholti - og byggir ekki á neinni úttekt eða hugmyndafræðilegri vinnu.
Ég hélt að svona flausturkennd vinnubrögð væru aflögð því við höfum kynnst nógu af slíku í aðdraganda hrunsins.
Hér er og verið að leika sér með opinbert fé en skólabyggingarnar í Skálholti hafa kostað óhemju mikla fjármuni. Nú virðist ætlunin vera að leggja þetta fé almennings í eitthvert gæluverkefni Icelandair, í einkarekna sjálfseignastofnun og þar með í stórt og mikið áhættufyrirbæri.
Slík vinnubrögð leiddu til Hrunsins ... og maður spyr sig einnig hvort þjóðkirkjan hafi einhvern rétt til að taka þátt í slíku áhættuspili með eigur þjóðarinnar?
Bygging miðaldakirkju í farvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.