21.5.2012 | 15:09
Áhugi á heilsufarsmálum?
Loksins birtast fréttir af öskumistrinum sem búið er að hvíla yfir höfuðborginni og Suðurnesjum síðan í gærkvöldi - og eflaust mun lengur yfir öllu Suðurlandsundirlendinu.
Nú er komið í ljós að svifrykið var á tímabil langt yfir heilsumörkum. Þó hefur ekkert verið fjallað um þetta í fréttum- fyrr en núna, þó það hafi verið auðsjáanlegt öllum síðan í gær.
Maður óttast að þetta sýni áhugaleysi stjórnvalda og eftirlitsaðila á þessu sviði á heilsufarsmálum þjóðarinnar en vitað er að fjölmargir verða fyrir miklum óþægindum vegna þess.
Enn hefur ekki verið bent á neitt ráð annað en að fólk eigi að halda sig heima við. Ekkert um það hvað þeir sem neyðast til að fara í vinnu - eða jafnvel vinna utandyra - eigi að gera!
Ekkert um grímur eða annað sem fólk getur sett fyrir vit sér - hvernig megi nálgast slíkt osfrv.
Þetta er auðvitað stórfurðulegt því það gaus fyrir meira en ári síðan og þetta öskufjúk hefur verið viðvarandi síðan, þó misjafnlega mikið.
Öskumistur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.