22.5.2012 | 16:59
465,8 míkrógrömm á rúmmetra og engin sérstök viðbrögð!!
Oft hefur verið kvartað yfir því hve eftirlitsaðilar hér á landi sinna illa skyldum sínum.
Mér sýnist að slíkar kvartanir eigi vel í þessu tilfelli en hef þó ekki heyrt neinar ennþá. Þó eru mörkin við eðlilegt magn svifryks í andrúmslofti um 50 míkrógrömm á rúmmetra á einum sólarhring. Klukkan 11 í gærkvöldi var mengunin þannig níföld viðmiðunarmörk - og voru hátt fyrir ofan þau allan daginn og allan síðasta sólarhring.
Í þessari frétt kemur einnig fram að þegar megnunin er komin yfir 150 mg þá eigi meira að segja fullfrískt fólkí erfiðleikum. Því má segja að neyðarástand hafi ríkt allan síðasta sólarhring allt frá Kirkjubæjarklaustri og til Reykjavíkur (í það minnsta).
Þó heyrðist ekkert frá þeim aðilum sem eiga að sinna eftirliti með þessu, svo sem Umhverfisstofnun eða Almannavörunum. Það eina sem heyrist var frá Reykjavíkurborg og frá Veðurstofunni - og það í skötulíki. Eina úrræðið var áskorun um að fólk með viðkvæm öndunarfæri skyldu halda sig heim!
Í ljósi þess hversu fjálglega er talað um lýðheilsu hér í þessu landi, hlýtur þetta sinnuleysi að skjóta skökku við - eða hvað?
Svifryk tvisvar yfir mörkum það sem af er ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.