Sama farsinn að byrja aftur?

Jæja, nú fá þeir hjá gæslunni að æfa sig enn á ný í byssuleik - og ef það gengur ekki nógu vel fær löggan á Blönduósi væntanlega einnig að leika sér aðeins.

Í Danmörku hins vegar - og auðvitað víðar - eru svona dýr eftirsótt í dýragarða og mjög vinsæl af gestum. Og þau virðast hafa það fínt, þ.e.a.s ef aðbúnaðurinn er góður.
Nú erum við búin að drepa fjögur bjarndýr á nokkrum árum og enn vantar okkur almennilegan dýragarð með spennandi dýrum.
Hvernig væri nú að leyfa þessum greyjum að lifa og fara að útbúa aðstöðu fyrir bjarndýrspar, t.d. í húsdýragarðinum? Húnn undan þeim væri ekki amalegt aðdráttarafl fyrir erlendu ferðamennina.


mbl.is Þyrlan að hefja leit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hér er skemmtileg úttekt (á visir.is) og gjöfin til eftirbreytni fyrir okkur:

"Vatnsnes stendur við Húnaflóa, en örnefnið er eitt skýrasta dæmið um að hvítabirnir hafa verið þekktir frá fyrstu tíð mannvistar á landinu. Í Vatnsdælasögu segir frá því að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli fann birnu og tvo húna á vatninu og nefndi það því Húnavatn. Síðar fór hann með bjarndýrin til Noregs og gaf þau Haraldi konungi hárfagra."

Torfi Kristján Stefánsson, 5.7.2012 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 172
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband