Tillögur að nýjum lögum um skógrækt og landgræðslu

Nefnd á vegum Umhverfisráðuneytisins hefur rétt í þessu skilað tillögum um breytingar á skógræktarlögum.
Líklegt má telja að gagnrýni bænda sem eiga afrétt á Almenningum eigi sér rætur í þessum tillögum. Þá sérstaklega til greinar 5.2 um búfjárbeit sem hljóðar svo (http://www.umhverfisraduneyti.is/skograektarskyrsla/samantekt/):

"Nefndin telur það ótækt að eigendur búfjár beri ekki ábyrgð á sínu fé og því tjóni sem það kann að valda á skógum og skógrækt og að eigandi/umráðamaður skógræktarinnar sé réttlaus gagnvart ágangi að hálfu annars aðila sem er í hans óþökk. Nefndin leggur til að í nýjum skógræktarlögum verði ákvæði sem styrki stöðu skógræktarsvæða gagnvart slíkum ágangi með tengsl við skipulag, þannig að óheimilt sé að beita búfé á svæði sem hafa verði skilgreind í skipulagi sveitarfélags sem skógræktarsvæði nema með leyfi viðkomandi skógareigenda og að fengnu áliti skógræktarstjóra. Jafnframt verði áfram ákvæði sem banni vetrarbeit í skógum."

Þetta er reyndar óljóst orðað en inntakið virðist vera það að bændur girði sjálfur beitarland sitt þar sem það liggur að skógræktarsvæðum, en ekki öfugt eins og reyndin hefur verið.
Þetta tel ég að bændur muni aldrei samþykkja. Þannig ganga þessar tillögur þvert á það sem þó er áhersluatriði nefndarinnar, þ.e. "þátttökunálganir". Þær felast m.a. í því að unnið sé með hagsmunaaðilum og byggt á þeim hugmyndum sem þeir hafa.

Komið er inn á svipaða hluti í tilllögum um ný lög um landgræðslu. Þar segir m.a. (http://www.umhverfisraduneyti.is/landgraedsluskyrsla/samantekt/:
4.1.3 "Nýting afrétta og annarra sameiginlegra beitilanda: Það fyrirkomulag að stofna til og nýta afrétti til sameiginlegrar sumarbeitar á sér langa hefð í landinu. Í lögum um landgræðslu og í lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986, eru heimildarákvæði um gerð ítölu, það er að ákvarða leyfðan fjölda búfjár á viðkomandi afrétti. Núverandi ákvæði um ítölu hafa hins vegar ekki reynst skilvirk til að tryggja sjálfbæra landnýtingu. Ákvæði þessi fela í sér heimildir til að grípa inn í þegar í óefni er komið, en eru ekki hugsuð sem fyrirbyggjandi aðgerðir. Nefndin leggur til að við gerð nýrra landgræðslulaga verði þessi ákvæði endurskoðuð og ferlið við ákvörðun og samþykkt lögformlega gildandi ítölu einfaldað mjög frá því sem nú er. Leggur nefndin til að Landgræðslan, á grunni vísindalegs mats á ástandi lands, verði heimilt að setja ítölu til að tryggja sjálfbærni landnýtingar. Með þessu er átt við að hægt verði að beita ítölu sem stjórntæki til að tryggja sjálfbæra landnýtingu, þ.e. stjórnvöld geti metið ástand gróðurs og jarðvegs á afréttum eða öðrum beitilöndum skv. nýjum viðhorfum í vistfræði og það mat verði notað til að segja til um hversu margt búfé sé heimilt að beita á viðkomandi land."

Þetta virðist einnig fara fyrir brjóstið á bændum sem eiga upprekstrarrétt á Almenningum. Mér sýnist þetta ákvæði þó vera eðlilegt og sjálfsagt, þ.e. ef tryggt er að vísindalegt mat fari fram og að umræða um það mat verði leyfð og hægt að kæra slíkt mat ef mönnum þykir þörf á því.
Þó er þarna, rétt eins og í tillögunum um ný skógræktarlög, gengið gegn megináherslu tillagnanna, þ.e. grein 2.3 um þátttöku hagsmunaaðila og almennings:
"Það er mat nefndarinnar að víðtæk þátttaka almennings og hagsmunaaðila í landgræðslustarfi sé lykillinn að árangri í starfinu. Til að efla þátttöku almennings telur nefndin að efla, hvetja og styðja þurfi landgræðslustarf félaga og félagasamtaka um landgræðslu. Nefndin leggur því til að ný lög um landgræðslu innihald ákvæði um landgræðslufélög."

Einnig er lögð mikil áhersla á þátt sveitarstjórna í að ná fram markmiðum nýrra landgræðslulaga, en alræðisval Landgræðslunnar hvað ítölu varðar virðist ganga gegn þeirri áherslu.


mbl.is Bændur harðorðir vegna Almenninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 455523

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband