Ótrúlegt miskunnarleysi og mannhatur

Lýsingin í norska sjónvarpinu á morðunum í Útey er ótrúleg. Þau myrtu voru flest hver skotin margsinnis, 3-4 fjögur skot hvert. Um var að ræða hreina aftöku.

Þá er athyglisvert að frá þeim tíma sem Breivik hringdi fyrst í lögregluna og þar til hann var loks handtekinn leið meira en hálftími (33 mín.). Á þeim tíma náði hann að drepa 27 manns! 

Þó hafa fáir í stjórnsýslunni verið látnir taka poka sinn, innan lögreglunnar eða í ráðuneytunum, í raun enginn en einhverjir sagt sjálfir af sér.

Þá er dómurinn auðvitað furðulega vægur hvað sem hver segir - og skrítið að hann var ekki til lífstíðar.

En líklega er hinn kristni kærleikur og fyrirgefningin svo ríkur þáttur í þjóðarsál Norðmanna, ekki síst ef morðinginn er ljóshærður - og einn af þeim. A.m.k. eru norskir fjölmiðlar - og fleiri - ófeimnir við að birta myndir af þessum "geðþekka" fjöldamorðingja.

Og nú þegar þetta er skrifað eru pólitíkusarnir að nýta sér sviðsljósið, þegar hlé er á upplestri af ódæðinu, og lýsa brosandi yfir gleði sinni yfir hinum væga dómi.


mbl.is Aðstandendur fegnir sakhæfismati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Eitt enn. Breivik fékk að ganga um og drepa fólk í eyjunni í fimm korter eða frá 17.17 til 18.34

Ég man þegar fréttirnar bárust af handtöku hans, hvernig hver og einn ráðamaðurinn í Noregi steig fram og hrósaði lögreglunni fyrir snarræðið. Þar á meðal var Stoltenberg, dómsmálaráðherrann, innanríkisráðherrann, yfirlögreglustjórinn osfrv.

Allir nema tveir sitja enn í embættum sínum - og það þrátt fyrir mjög harðorða rannsóknarskýrslu þar sem yfirvöld fá mikla gagnrýni.

Torfi Kristján Stefánsson, 24.8.2012 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 217
  • Frá upphafi: 462548

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 187
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband